Fundur hafinn í kjaradeilu sjómanna

Fulltrúar sjómanna og útgerða settust að samningaborðinu hjá Ríkissáttasemjara í …
Fulltrúar sjómanna og útgerða settust að samningaborðinu hjá Ríkissáttasemjara í dag. mbl.is/Golli

Fyr­ir­svars­menn deiluaðila í kjara­samn­inga­deilu sjó­manna og vél­stjóra funda nú í því augnamiði að höggva á þann hnút sem upp er kom­inn í kjara­samn­inga­deil­unni. 

Full­trú­ar sjó­manna og vél­stjóra funda nú með fyr­ir­svars­mönn­um út­gerða hjá Rík­is­sátta­semj­ara. 

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, mætir til …
Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, mæt­ir til fund­ar­ins nú fyr­ir stundu. mbl.is/​Golli

Ný­lega var kosið um nýj­an kjara­samn­ing hjá sjó­mönn­um og vél­stjór­um og er skemmst frá því að segja að sá samn­ing­ur var felld­ur með yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta greiddra at­kvæða. Sjó­menn hafa því boðað til vinnu­stöðvun­ar, svo að verk­fall hefst ef samn­ing­ar nást ekki milli deiluaðila fyr­ir 10. nóv­em­ber.

Rík­is­sátta­semj­ari hafði boðað til fund­ar­ins í dag og þangað mættu deiluaðilar kl. 13 og sett­ust að samn­inga­borðinu.

mbl.is