Fundur hafinn í kjaradeilu sjómanna

Fulltrúar sjómanna og útgerða settust að samningaborðinu hjá Ríkissáttasemjara í …
Fulltrúar sjómanna og útgerða settust að samningaborðinu hjá Ríkissáttasemjara í dag. mbl.is/Golli

Fyrirsvarsmenn deiluaðila í kjarasamningadeilu sjómanna og vélstjóra funda nú í því augnamiði að höggva á þann hnút sem upp er kominn í kjarasamningadeilunni. 

Fulltrúar sjómanna og vélstjóra funda nú með fyrirsvarsmönnum útgerða hjá Ríkissáttasemjara. 

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, mætir til …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, mætir til fundarins nú fyrir stundu. mbl.is/Golli

Nýlega var kosið um nýjan kjarasamning hjá sjómönnum og vélstjórum og er skemmst frá því að segja að sá samningur var felldur með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða. Sjómenn hafa því boðað til vinnustöðvunar, svo að verkfall hefst ef samningar nást ekki milli deiluaðila fyrir 10. nóvember.

Ríkissáttasemjari hafði boðað til fundarins í dag og þangað mættu deiluaðilar kl. 13 og settust að samningaborðinu.

mbl.is