Tvö heimilisofbeldismál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og gista tveir menn fangageymslur vegna þess.
Klukkan 1.38 var tilkynnt heimilisofbeldi í Hafnarfirði en 11 mínútum fyrr hafði verið tilkynnt heimilisofbeldi í Mosfellsbæ. Einn maður var handtekinn á hvorum stað og verður rætt við þá síðar í dag vegna rannsókn málanna.
Undanfarna viku hafa þó nokkur heimilisofbeldismál komið upp í Reykjavík og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en undanfarin misseri hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagt aukna áherslu á þennan málaflokk.