10 þúsund opinberir starfsmenn reknir

AFP

Tyrknesk yfirvöld hafa hafa rekið tíu þúsund opinbera starfsmenn til viðbótar úr starfi. Flestir þeirra störfuðu í menntakerfinu, dóms- og heilbrigðiskerfinu, samkvæmt fréttatilkynningu sem send var út seint í gærkvöldi.

Fleiri þúsund tyrkneska opinberra starfsmanna hafa verið rekin úr starfi og eða handtekin í kjölfar valdaránstilraunar um miðjan júlí.

Múslíma-klerkurinn Fet­hullah Gü­len er sakaður um að bera ábyrgð á valdaránstilrauninni í júlí.  Gü­len dvelur í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum og neitar að bera ábyrgð á valdaránstilrauninni en tyrknesk yfirvöld hafa farið fram á að bandarísk yfirvöld framselji hann. 

mbl.is