Snemma í morgun var 22 ára karlmaður handtekinn í heimahúsi í austurborginni grunaður um líkamsárás/heimilisofbeldi gegn kærustu sinni. Hann er vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður í dag. Áverkar á stúlkunni eru taldir minniháttar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Þrír voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis/fíkniefna í dag. Þeir voru allir látnir lausir að loknum sýnatökum. Einn hafði verið handtekinn í Hafnarfirði, annar í vesturborginni og sá þriðji í austurborginni.