Helsta hættan er erfðablöndun

Áhættumat mun svara þeirri spurningu hvaða áhrif aukning í fiskeldi …
Áhættumat mun svara þeirri spurningu hvaða áhrif aukning í fiskeldi við landið mun hafa á villta laxastofna, segir forstjóri Hafrannsóknastofnunar. mbl.is/Helgi Bjarnason

Hve mikið get­um við alið af kyn­bætt­um norsk­um laxi í ís­lensk­um fjörðum án þess að taka óá­sætt­an­lega áhættu fyr­ir ís­lensku laxa­stofn­ana? Svarið við þeirri spurn­ingu fæst með áhættumati, seg­ir for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Sig­urður Guðjóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, tel­ur að mögu­legt sé að vinna áhættumat vegna áforma um aukið lax­eldi í sjó við strend­ur Íslands. Með slíku væri hægt að meta áhrif eld­is á villta laxa­stofna og líf­ríkið í heild.

Þetta kem­ur fram í frétt RÚV.

Eins og fram hef­ur komið eru uppi stór­huga fyr­ir­ætlan­ir um gríðarlega aukn­ingu í fisk­eldi í inn­fjörðum lands­ins. Þrjú fyr­ir­tæki vinna nú að því að fá leyfi fyr­ir auknu fisk­eldi í Ísa­fjarðar­djúpi og þar af er lax stærst­ur hluti áætlaðs eld­is­fisks.

For­senda leyf­is­veit­inga til slíkr­ar starf­semi í sjó er að fram­kvæmt verði burðarþols­mat sem kann­ar strauma, seltu og súr­efni á svæðinu. Til­gang­ur slíks mats er að kanna hversu mikið Djúpið þolir áður en eldið hef­ur áhrif á vatns­gæðin.

Burðarþols­mat snýr ekki að áhrif­um á líf­ríki fjarða

Það sem burðarþols­mat svar­ar ekki er áhrif eld­is­ins á líf­ríkið, og þar með talið villta laxa­stofna. Sig­urður Guðjóns­son tek­ur und­ir það að erfðablönd­un geti verið óaft­ur­kræf og sé sú hætta sem helst steðji að líf­rík­inu af fisk­eldi.

Sjá frétt 200 mílna: Norðmenn eru um­hverf­is­sóðar

„Að mínu viti þarf að fara fram ákveðið áhættumat. Hve mikið get­um við alið af kyn­bætt­um norsk­um laxi í ís­lensk­um fjörðum án þess að taka óá­sætt­an­lega áhættu fyr­ir ís­lensku laxa­stofn­ana?“ spyr Sig­urður. „Ég held að það sé hægt að búa til slíkt mat.“

Heild­ar­stefnu­mót­un í fisk­eldi

Sig­urður bind­ur von­ir við nefnd sem tek­ur til starfa inn­an skamms við heild­ar­stefnu­mót­un í fisk­eldi, en tek­ur fram að vöxt­ur í lax­eldi í sjó hafi verið van­met­inn og seint við brugðist af hálfu hins op­in­bera.

„Ég von­ast til að þeir leiti til fag­stofn­ana um góð ráð og ef svo fer held ég að út­kom­an geti orðið al­veg þokka­leg,“ seg­ir hann.

Óskað hef­ur verið eft­ir til­nefn­ing­um í nefnd­ina, en hún verður skipuð full­trú­um frá ráðuneyt­um og hags­munaaðilum. Nefnd­ina munu skipa formaður og nefnd­ar­full­trúi sem skipaðir verða af ráðherra án til­nefn­ing­ar, einn frá Lands­sam­bandi veiðifé­laga, einn frá um­hverf­is­ráðuneyti og tveir frá Lands­sam­bandi fisk­eld­is­stöðva.

mbl.is