Meðallaun hjá Brimi rúmlega 24 milljónir

Guðmundur í Nesi er gerður út af Brim hf.
Guðmundur í Nesi er gerður út af Brim hf. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Brim hf. greiddi á ár­inu 2015 hæstu meðallaun þeirra fyr­ir­tækja sem tóku þátt í ár­legri könn­un Frjálsr­ar versl­un­ar.

Sjá í nýj­ustu Fiskifrétt­um.

Launa­greiðslur Brims hf. námu tæp­um 3,5 millj­örðum króna á ár­inu 2015. Meðalárs­laun voru 24,4 millj­ón­ir á mánuði, sem svar­ar til rúmra tveggja millj­óna í mánaðarleg laun.

Brim hf. ger­ir út þrjá frysti­tog­ara; Brim­nesið, Guðmund í Nesi og Kleif­a­bergið.

Annað sætið á lista þeirra fyr­ir­tækja sem greiddu hæstu laun­in vermdi út­gerðarfé­lagið Berg­ur-Hug­inn í Vest­manna­eyj­um. Þar voru meðallaun­in um 21,5 millj­ón­ir króna yfir árið, eða tæp 1.800 þúsund á mánuði.

Hafa ber í huga að miðað er við ár­s­verk og taka þarf með í reikn­ing­inn að laun skip­verja fara eft­ir út­halds­dög­um. Þá er list­inn ekki tæm­andi af þeim sök­um að fyr­ir­tækj­um er í sjálfs­vald sett hvort þau gefa upp launa­töl­ur sín­ar.

mbl.is