Meðallaun hjá Brimi rúmlega 24 milljónir

Guðmundur í Nesi er gerður út af Brim hf.
Guðmundur í Nesi er gerður út af Brim hf. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Brim hf. greiddi á árinu 2015 hæstu meðallaun þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í árlegri könnun Frjálsrar verslunar.

Sjá í nýjustu Fiskifréttum.

Launagreiðslur Brims hf. námu tæpum 3,5 milljörðum króna á árinu 2015. Meðalárslaun voru 24,4 milljónir á mánuði, sem svarar til rúmra tveggja milljóna í mánaðarleg laun.

Brim hf. gerir út þrjá frystitogara; Brimnesið, Guðmund í Nesi og Kleifabergið.

Annað sætið á lista þeirra fyrirtækja sem greiddu hæstu launin vermdi útgerðarfélagið Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum. Þar voru meðallaunin um 21,5 milljónir króna yfir árið, eða tæp 1.800 þúsund á mánuði.

Hafa ber í huga að miðað er við ársverk og taka þarf með í reikninginn að laun skipverja fara eftir úthaldsdögum. Þá er listinn ekki tæmandi af þeim sökum að fyrirtækjum er í sjálfsvald sett hvort þau gefa upp launatölur sínar.

mbl.is