Skipin í vari fyrir loftslagsaðgerðum

Skip losa um 2-3% af heildarlosun manna á gróðurhúsalofttegundum á …
Skip losa um 2-3% af heildarlosun manna á gróðurhúsalofttegundum á hverju ári en sú losun stendur að mestu fyrir utan Parísarsamkomulagið. AFP

Eng­in mark­mið um sam­drátt í los­un gróður­húsaloft­teg­unda fyr­ir skip voru samþykkt á fundi um­hverf­is­nefnd­ar Alþjóðasigl­inga­mála­stofn­un­ar­inn­ar í síðustu viku. Sam­kvæmt bráðabirgðaáætl­un þarf skipaiðnaður­inn, sem los­ar mikið af kolt­ví­sýr­ingi, ekki að setja sér nein slík mark­mið næstu sjö árin.

Skipa- og flug­sam­göng­ur eru að mestu und­an­skild­ar Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu í lofts­lags­mál­um sem þjóðir heims samþykktu fyr­ir ári, þar sem flug­vél­ar og skip fara þvert um landa­mæri landa og um alþjóðleg loft­rými og hafsvæði.

Á fundi um­hverf­is­nefnd­ar Alþjóðasigl­inga­mála­stofn­un­ar­inn­ar (IMO), sem er stofn­un á veg­um Sam­einuðu þjóðanna, átti að ræða hvernig skipaiðnaður­inn myndi axla ábyrgð í lofts­lags­mál­um. Skip eru nú tal­in standa fyr­ir 2-3% af heild­ar­los­un manna á gróður­húsaloft­teg­und­um sem valda lofts­lags­breyt­ing­um á hverju ári og hef­ur IMO áætlað að los­un iðnaðar­ins gæti auk­ist um 50-250% fyr­ir árið 2050.

Veg­vís­ir­inn sem samþykkt­ur var á fund­in­um ger­ir ráð fyr­ir að bráðabrigðaáætl­un til að draga úr los­un skipa verði til­bú­in eft­ir tvö ár. Fimm árum síðar, árið 2023, á að birta tíma­línu um lofts­lagsaðgerðir sem skipa­út­gerðir og eig­end­ur gætu þurft ráðast í. Eig­end­ur stórra skipa eiga að skila Sam­einuðu þjóðunum upp­lýs­ing­ar um eldsneyt­is­notk­un sína en trúnaður mun ríkja um þær upp­lýs­ing­ar, sam­kvæmt frétt á vefn­um Clima­te Central.

IMO frestaði einnig öll­um ákvörðunum sem gætu neytt skipa­smiði til þess að smíða eldsneyt­isnýtn­ari skip.

Þó að IMO hafi sjálf fagnað niður­stöðu fund­ar­ins sem „góðum frétt­um fyr­ir um­hverfið“ á Twitter-síðu sinni hef­ur hæga­gang­ur­inn í að taka á út­blæstri skipaiðnaðar­ins sætt harðri gagn­rýni nátt­úru­vernd­arsinna.

mbl.is