Luku viðræðum um verðmyndun

Sjómenn að störfum.
Sjómenn að störfum. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Viðræðum um verðmyndun á bolfiski og uppsjávarfiski lauk um níuleytið í kvöld á fundi í kjaradeilu sjómanna. Settur var saman texti sem verður borinn undir samninganefndir sjómannafélaganna.

Að sögn Bergs Þorkelssonar, stjórnarmanns í Sjómannafélagi Íslands, er fyrrgreint mál í góðum farvegi.

Frétt mbl.is: Möguleiki á tímabundinni frestun

Eftir að viðræðum um það lauk var bryddað upp á öðrum liðum. „Það er ljóst að svolítið mikið ber í milli þar,“ segir Bergur.

„Það eru strembnir tveir dagar fram undan ef menn ætla að ná saman þar.“

Næsti fundur í kjaradeildunni verður með ríkissáttasemjara í fyrramálið.

mbl.is