Luku viðræðum um verðmyndun

Sjómenn að störfum.
Sjómenn að störfum. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Viðræðum um verðmynd­un á bol­fiski og upp­sjáv­ar­fiski lauk um níu­leytið í kvöld á fundi í kjara­deilu sjó­manna. Sett­ur var sam­an texti sem verður bor­inn und­ir samn­inga­nefnd­ir sjó­manna­fé­lag­anna.

Að sögn Bergs Þorkels­son­ar, stjórn­ar­manns í Sjó­manna­fé­lagi Íslands, er fyrr­greint mál í góðum far­vegi.

Frétt mbl.is: Mögu­leiki á tíma­bund­inni frest­un

Eft­ir að viðræðum um það lauk var bryddað upp á öðrum liðum. „Það er ljóst að svo­lítið mikið ber í milli þar,“ seg­ir Berg­ur.

„Það eru strembn­ir tveir dag­ar fram und­an ef menn ætla að ná sam­an þar.“

Næsti fund­ur í kjara­deild­unni verður með rík­is­sátta­semj­ara í fyrra­málið.

mbl.is