Fyrrverandi efnahagsráðherra Frakklands, Emmanuel Macron, hefur ákveðið að bjóða sig fram í embætti forseta landsins á næsta ári.
Macron er 38 ára gamall og starfaði áður hjá fjárfestingarbanka áður en hann tók við ráðherraembætti árið 2014.
Samkvæmt heimildum AFP-fréttastofunnar mun Macron tilkynna formlega um ákvörðun sína fyrir 10. desember en orðrómur hefur verið um mögulegt forsetaframboð hans í marga mánuði eða allt frá því hann sagði af sér sem ráðherra í ágúst.