Möguleiki á tímabundinni frestun

Heiðrún Lind Marteinsdóttir segir unnið að lausn á kjaradeilu sjómanna. …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir segir unnið að lausn á kjaradeilu sjómanna. Fundað verður í dag og á morgun, en boðuð vinnustöðvun hefst á fimmtudag náist ekki sættir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fram­kvæmda­stjóri SFS seg­ir kjara­mál ekki snú­ast ein­göngu um kröf­ur sjó­manna en báðar hliðar hafi lagst á ár­arn­ar und­an­farna daga í átt að far­sælli lausn. Stjórn­ar­maður í Sjó­manna­fé­lagi Íslands seg­ir tíma­bundna verk­falls­frest­un hafa verið rædda en kjöt þurfi á bein­in til að slíkt verði rétt­lætt.

Nú eru rúm­ir tveir sól­ar­hring­ar í boðað verk­fall sjó­manna. Ef af verður hefja sjó­menn vinnu­stöðvun kl. 23 að kvöldi fimmtu­dags­ins 10. nóv­em­ber.

Stíf fund­ar­höld um verð til tengdra aðila

Fundað hef­ur verið stíft und­an­farna daga og er næsti sátta­fund­ur boðaður í dag kl. 16.

Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), seg­ir viðræður ganga ágæt­lega þótt nær ein­vörðungu hafi verið rætt um fisk­verðsmál hingað til.

„Í þeim samn­ing­um sem und­ir­ritaðir voru í sum­ar og sjó­menn síðan felldu var gert ráð fyr­ir því að fisk­verðsmál héld­ust óbreytt miðað við síðustu kjara­samn­inga, en gerð um það sér­stök bók­un að leitað yrði frek­ari út­færslna í þeim efn­um næstu tvö árin. Það set­ur óhjá­kvæmi­lega strik í reikn­ing­inn að hverfa frá því tveggja ára plani og reyna að af­greiða málið í heild sinni nú. Það er að mörgu að huga, en með góðum vilja tel ég raun­hæft að ná sam­komu­lagi um þetta til­greinda mál­efni,“ seg­ir Heiðrún.

„Kjara­mál­in snú­ast ekki ein­vörðungu um kröf­ur sjó­manna“

Hún seg­ir út­litið bæri­legt þótt skamm­ur tími sé til stefnu. „Við von­um auðvitað að ekki verði af þess­ari vinnu­stöðvun sjó­manna, en við erum þó við öllu búin. Kjara­mál snú­ast ekki ein­vörðungu um kröf­ur sjó­manna, held­ur einnig þeirra fyr­ir­tækja sem þeir starfa hjá. Lausn hlýt­ur því alltaf að fel­ast í því að hugað sé að sjón­ar­miðum beggja hliða. Beri menn ekki gæfu til þess, er verk­fall óumflýj­an­legt.  Viðræður umliðna daga hafa þó ein­kennst af því að báðar hliðar eru að leggj­ast á ár­arn­ar í leit að far­sælli lausn.“

Heiðrún tek­ur fram að þó svo eitt­hvað þok­ist í samn­inga­átt varðandi fisk­verð séu tals­vert fleiri mál sem bíða af­greiðslu. Milli samn­inga­funda séu menn að vinna sína heima­vinnu, en ljóst sé að naum­ur tími er til stefnu til að lenda mál­um. Þá sé áhrifa farið að gæta utan land­stein­anna.

Er­lend­ir kaup­end­ur áhyggju­full­ir

„Við erum meðvituð um að er­lend­ir kaup­end­ur eru áhyggju­full­ir og spyrj­ast fyr­ir um stöðu þess­ara mála hjá sölu­fyr­ir­tækj­um. Í ein­hverj­um mæli eru þeir farn­ir að leita fanga í því sam­bandi. Það er auðvitað slæmt ef deil­an er far­in að hafa áhrif á er­lenda markaði, en við von­um það besta og höld­um áfram viðræðum við sjó­menn um ásætt­an­lega lend­ingu,“ seg­ir Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir.

Vinnustöðvun sjómanna hefst eftir rúma tvo sólarhringa að óbreyttu.
Vinnu­stöðvun sjó­manna hefst eft­ir rúma tvo sól­ar­hringa að óbreyttu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Berg­ur Þorkels­son, stjórn­ar­maður í Sjó­manna­fé­lagi Íslands, tek­ur und­ir það að fisk­verðin hafi verið til umræðu und­an­farna daga.

„Það hef­ur verið rætt um verðmynd­un á bol­fiski til skyldra aðila. Þær viðræður eru komn­ar langt á veg og menn virðast vera orðnir sátt­ir við aðferðafræðina þar,“ seg­ir hann.

Viðræður sem snúa að verðmynd­un á upp­sjáv­ar­fiski seg­ir Berg­ur hafa kom­ist á skrið í gær og aðilar báðum meg­in borðs séu ásátt­ir að stefna í ákveðna átt í þeim efn­um. Frek­ari út­færsl­ur varðandi verð á upp­sjáv­ar­fiski liggi hins veg­ar ekki fyr­ir og til standi að funda um þau mál nú síðar í dag.

Mörg mál eft­ir

Önnur mál hafi hins veg­ar ekki verið rædd. „Menn eru að reyna að finna ásætt­an­lega lend­ingu í verðmál­um áður en önn­ur mál eru opnuð – og þau eru mörg.“

Um fram­vind­una seg­ir Berg­ur ekki hægt að segja neitt til um á þessu stigi, enda sé ekki mögu­legt að leggja mat á horf­ur í ein­stök­um samn­ings­mál­um fyrr en þau koma í umræðuna.

„Ef það ger­ist eitt­hvað af viti í dag og menn opna fyr­ir umræðuna á hin mál­in á morg­un, og ná ein­hverri lend­ingu þar, þá er kannski hægt að ná sam­komu­lagi um tíma­bundna frest­un til að klára hin mál­in. Aðilar hafa rætt um mögu­lega frest­un. En þá þarf líka að vera nógu mikið kjöt á bein­un­um til þess að rétt­læta slíkt,“ seg­ir Berg­ur Þorkels­son.

mbl.is