„Menn eru klárir í fundinn“

Sjómenn gera að þorski.
Sjómenn gera að þorski. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Samninganefndir sjómannafélaganna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) funda með ríkissáttasemjara í kvöld vegna kjaradeilu sjómanna. „Það búið að fara yfir allt saman í okkar samninganefndum og menn eru klárir í fundinn,“ segir Valmundur Valmundarson, formaður Sjómannasambands Íslands.

Samninganefndirnar funduðu í dag og könnuð sitt bakland fyrir fundinn með ríkissáttasemjara, sem hefst klukkan 19.

Spurður hvort hann sé vongóður um að samningar við SFS náist í kvöld segir hann: „Ég veit ekkert hvernig þeir taka þessum kröfum. Það kemur bara í ljós í kvöld.“

Frétt mbl.is: Tíu ára deilu um fiskverð lokið?

Verkfall sjómanna hefur verið boðað klukkan 23 annað kvöld ef samningar nást ekki.

mbl.is