„Menn eru klárir í fundinn“

Sjómenn gera að þorski.
Sjómenn gera að þorski. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Samn­inga­nefnd­ir sjó­manna­fé­lag­anna og Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) funda með rík­is­sátta­semj­ara í kvöld vegna kjara­deilu sjó­manna. „Það búið að fara yfir allt sam­an í okk­ar samn­inga­nefnd­um og menn eru klár­ir í fund­inn,“ seg­ir Val­mund­ur Val­mund­ar­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands.

Samn­inga­nefnd­irn­ar funduðu í dag og könnuð sitt bak­land fyr­ir fund­inn með rík­is­sátta­semj­ara, sem hefst klukk­an 19.

Spurður hvort hann sé vongóður um að samn­ing­ar við SFS ná­ist í kvöld seg­ir hann: „Ég veit ekk­ert hvernig þeir taka þess­um kröf­um. Það kem­ur bara í ljós í kvöld.“

Frétt mbl.is: Tíu ára deilu um fisk­verð lokið?

Verk­fall sjó­manna hef­ur verið boðað klukk­an 23 annað kvöld ef samn­ing­ar nást ekki.

mbl.is