Leikarinn Brad Pitt mætti í gær á fyrsta opinbera viðburð sinn eftir að Angelina Jolie sótti um skilnað frá honum í haust.
Pitt hefur látið lítið fyrir sér fara undanfarið. Hann mætti þó á einkasýningu kvikmyndarinnar Moonlight, sem framleiðslufyrirtæki hans, Plan B, framleiðir.
Leikarinn mætti óvænt á sýninguna og gaf sér tíma til að spjalla við gesti. Með í för var leikkonan Julia Roberts.
Í kvöld verður nýjasta kvikmynd leikarans, Allied, frumsýnd. Áður hafði verið greint frá því að Pitt ætlaði sér ekki að taka þátt í kynningarstarfi fyrir kvikmyndina en óvíst er hvort honum hafi snúist hugur.
Frétt Mirror