Tíu ára deilu um fiskverð lokið?

mbl.is/Sigurður Bogi

„Það eru kom­in drög að sam­komu­lagi í þeim efn­um en annað hef­ur ekki gerst. Við verðum með fundi í dag hjá samn­inga­nefnd­un­um og hitt­ust svo hjá rík­is­sátta­semj­ara í kvöld þegar all­ir hafa kannað sitt bak­land. Þá sjá­um við hvað er í boði og höld­um áfram að tala sam­an á meðan það er grund­völl­ur fyr­ir því.“

Þetta seg­ir Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, í sam­tali við mbl.is en samn­inga­nefnd­ir sjó­manna­fé­lag­anna hafa náð sam­an við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) um fisk­verð sem verið hef­ur stór ásteyt­ing­ar­steinn. „En það er hell­ing­ur eft­ir og það kem­ur í ljós í dag hvað menn vilja leggja áherslu á í þeim efn­um.“

Rætt hef­ur verið um að mögu­legt sé að verk­falli sjó­manna, sem hefjast á klukk­an 23.00 á morg­un, kunni að verða frestað hafi nægj­an­leg­ur ár­ang­ur náðst í kjaraviðræðunum. Spurður hvort hann telji lík­legt að til þess komi seg­ir Val­mund­ur að mikið vanti upp á í þeim efn­um. „Við vit­um al­veg hvað þarf til en hvort við náum því verður að koma í ljós.“

Hins veg­ar sé allt mögu­legt. Það hafi náðst sam­komu­lag um fisk­verð á til­tölu­lega skömm­um tíma sem deilt hafi verið um í tíu ár eða meira. Ýmis­legt sé hægt ef vilj­inni sé til og menn leggi sig fram. „Við ætl­um að ráða okk­ar ráðum fram eft­ir degi og síðan hitt­ast samn­inga­nefnd­irn­ar ein­hvern tím­ann seinni part­inn áður en við mæt­um hjá rík­is­sátta­semj­ara.“

mbl.is