Viðhörfskönnun leiðir í ljós að meirihluti aðspurðra, eða 59%, vill að flugstarfsemi verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík. 27% vildu flytja starfsemina annað en 14% voru hlutlaus.
Fyrirtækið Landráð sf. framkvæmdi þessa könnun fyrir Vegagerðina síðasta vetur og var hún kynnt á rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar í Hörpu nýverið. Um var að ræða netkönnun sem MMR framkvæmdi og svöruðu um 950 manns stöðluðum spurningalista.
Aðeins hefur dregið úr stuðningi við flugvöllinn en í sambærilegri könnun sem gerð var árið 2014 vildu 62% hafa hann áfram í Vatnsmýri. Yfirgnæfandi stuðningur var við flugvöllinn á landsbyggðinni, eða 88%. Stuðningur á höfuðborgarsvæðinu við að flugvöllurinn verði áfram á sínum stað var 47%. Ef eingöngu er litið á afstöðu íbúa nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur vilja 55% ekki flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni.