Í gærkvöldi var nýjasta kvikmynd Brad Pitt, Allied, frumsýnd og mætti leikarinn á rauða dregilinn. Áður hafði verið greint frá því að leikarinn hygðist ekki taka þátt í kynningarstörfum fyrir kvikmyndina.
Brad Pitt hefur látið lítið fyrir sér fara undanfarið, en hann á harðvítugum forræðisdeilum við barnsmóður sína, Angelinu Jolie.
Þá var leikarinn sakaður um að hafa veist að syni sínum, Maddox, og hefur því mátt sæta rannsókn yfirvalda undanfarið. Rannsókninni er nú lokið, en ekkert fannst sem benti til þess að leikarinn hefði brotið gegn syni sínum.
Frétt mbl.is: Rannsókn á Pitt lokið
Pitt mætti einn síns liðs á frumsýninguna. Hann forðaðist ekki að ræða við aðdáendur sína, heldur gaf eiginhandaráritanir og stillti sér upp á ljósmyndum. Þá stillti hann sér einnig upp fyrir ljósmyndara með mótleikkonu sinni, Marion Cotillard.