Rétt upp úr miðnætti handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mann sem er grunaður grunaður um að hafa beint maka sinn ofbeldi á heimili þeirra.
Hann gistir nú fangageymslur og verður yfirheyrður í dag vegna málsins. Klukkustund síðar var ökumaður handtekinn vegna gruns um að hafa ekið undir áhrifum áfengis.
Tveir voru handteknir á þriðja tímanum í nótt fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá sem var tekinn síðar gistir fangageymslu enda fundust á honum fíkniefni en að sökum þess hversu mikilli vímu hann var í verður hann yfirheyrður í dag.
Öll þessi mál komu upp í austurhluta Reykjavíkur, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.