Heim úr Barentshafi ef verkfall verður

Þerney RE er að veiðum í Barentshafi.
Þerney RE er að veiðum í Barentshafi.

Tveir af frysti­tog­ur­um HB Granda eru nú að veiðum í rúss­neskri lög­sögu í Bar­ents­hafi.  Ef það kem­ur til boðaðs verk­falls sjó­manna klukk­an 23 í kvöld verða veiðafær­in tek­in um borð og siglt áleiðis að svo­kölluðum tékkpunkti inn og út úr rúss­nesku lög­sög­unni.

Á vef HB Granda kem­ur fram að tveggja sól­ar­hringa sigl­ing sé þangað frá þeim stað sem skip­in eru nú á veiðum. Reikna má með því að sigl­ing­in til Reykja­vík­ur taki um eina viku.

„Ef verk­fall skell­ur á  verður híft og stefn­an tek­in suður og í átt til lands,“ er haft eft­ir Kristni Gests­syni, skip­stjóra á Þer­ney RE. Auk Þer­n­eyj­ar er Örf­isis­ey RE að veiðum á svipuðum slóðum.

Hann bæt­ir við að túr­inn verði ekki full­ur hjá þeim ef af verk­fall­inu verður.

mbl.is