„Höfum náð ágætis árangri“

Guðmundur Ragnarsson (til vinstri) á leið til fundar í dag …
Guðmundur Ragnarsson (til vinstri) á leið til fundar í dag ásamt Jens Garðari Helgasyni, formanni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. mbl.is/Golli

„Við erum bún­ir að tala sam­an síðan hálft­vö í dag og það hef­ur ým­is­legt náðst að hreinsa út. Við höf­um náð ágæt­is ár­angri í viðræðunum,“ seg­ir Guðmund­ur Ragn­ars­son, formaður VM.

Samn­ingaviðræður í kjara­deilu sjó­manna hafa staðið yfir í all­an dag hjá rík­is­sátta­semj­ara.

Guðmund­ur seg­ir að enn séu atriði óleyst sem menn sitja yfir og reyna að ráða fram úr. „Við höld­um áfram að kasta þessu á milli okk­ar fram á kvöld. Það er ótíma­bært að leggja mat á það hvort þetta end­ar í verk­falli eða ekki. Þetta get­ur farið í báðar átt­ir.“

Verk­fall sjó­manna hefst klukk­an 23 í kvöld ef ekki tekst að semja fyr­ir þann tíma.

Frétt mbl.is: Slitnaði upp úr sátta­fundi í gær

Frá upphafi fundarins hjá ríkissáttasemjara í dag.
Frá upp­hafi fund­ar­ins hjá rík­is­sátta­semj­ara í dag. mbl.is/​Golli

Mik­il ábyrgð að fara í verk­fall

Aðspurður vill Guðmund­ur ekki meina að lík­urn­ar á verk­falli hafi auk­ist.

„Það er oft þannig að þegar tím­inn nálg­ast fara menn kannski að tala öðru­vísi sam­an og tala meira í lausn­um. Báðir aðilar gera sér grein fyr­ir því að það er mik­il ábyrgð að fara í verk­fall og stund­um þarf þessa pressu til að menn klári hluti sem eru kannski bún­ir að vera mjög flókn­ir í marga mánuði," seg­ir hann. 

mbl.is