Rannsókn á Pitt lokið

Brad Pitt.
Brad Pitt. AFP

Rannsókn á því hvort bandaríski leikarinn Brad Pitt hafi verið ofbeldisfullur í garð sonar síns í september er lokið. Ekkert fannst sem bendir til þess að hann hafi brotið gegn syni sínum.

Starfsmenn félagsþjónustunnar í Los Angeles hafa rannsakað ásakanir um að Pitt hafi slegið son sinn, Maddox, sem er 15 ára gamall, um borð í einkaþotu fjölskyldunnar. Eiginkona hans, Angelina Jolie, fór fram á skilnað þremur dögum eftir atvikið. Þau höfðu verið gift í tvö ár en saman í meira en áratug.

Pitt fer fram á sameiginlegt forræði yfir börnum þeirra sem eru sex talsins. 

Frétt BBC 

mbl.is