Funda hjá Ríkissáttasemjara á morgun

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Við mæt­um til fund­ar hjá Rík­is­sátta­semj­ara á morg­un. Það er búið að boða okk­ur til fund­ar þar klukk­an fjög­ur. Bara í eitt­hvert spjall en við ætl­um að mæta með samn­inga­nefnd­ina með okk­ur ef eitt­hvað skyldi fara í gang. Það er svo sem aldrei að vita. En það er ekk­ert í gangi,“ seg­ir Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, í sam­tali við mbl.is. Verk­fall sjó­manna hef­ur staðið yfir frá því á fimmtu­dag­inn.

Spurður hvort eitt­hvað nýtt hafi verið lagt fram seg­ir hann svo ekki vera. „Menn eru bara ró­leg­ir ennþá.“ Hins veg­ar sé já­kvætt að fundað verði á morg­un. Vél­stjór­ar hafa samið við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) með fyr­ir­vara um samþykkt en samn­inga­nefnd þeirra mæt­ir einnig til fund­ar­ins á morg­un. „Við vit­um ekki al­veg hvernig sá samn­ing­ur er en við reikn­um með að fá að sjá hann á morg­un,“ seg­ir Val­mund­ur.

mbl.is