Þessar líflegu pöndur gerðu starfsmanni dýragarðs eins afar erfitt fyrir þegar hann ætlaði sér að þrífa laufblöð úr búri þeirra. Pöndurnar gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að tefja starfsmanninn sem á endanum flúði af vettvangi.
Þegar starfsmaðurinn var búinn að ná nokkrum laufblöðum í fötu sína tróðu pöndurnar sér ofan í hana og reyndu að ná kústinum af starfsmanninum. Óhætt er að segja að þetta myndband sprengi alla krúttskala en hvort ætli pöndurnar séu svona áhugasamar um þrifin eða hafi einfaldlega bara verið að stríða starfsmanninum?