Pöndur með sérlegan áhuga á þrifum

Myndbandið sprengir alla krúttskala.
Myndbandið sprengir alla krúttskala. Ljósmynd/Skjáskot af Youtube

Þess­ar líf­legu pönd­ur gerðu starfs­manni dýrag­arðs eins afar erfitt fyr­ir þegar hann ætlaði sér að þrífa lauf­blöð úr búri þeirra. Pönd­urn­ar gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að tefja starfs­mann­inn sem á end­an­um flúði af vett­vangi.

Þegar starfsmaður­inn var bú­inn að ná nokkr­um lauf­blöðum í fötu sína tróðu pönd­urn­ar sér ofan í hana og reyndu að ná kúst­in­um af starfs­mann­in­um. Óhætt er að segja að þetta mynd­band sprengi alla krúttskala en hvort ætli pönd­urn­ar séu svona áhuga­sam­ar um þrif­in eða hafi ein­fald­lega bara verið að stríða starfs­mann­in­um?

mbl.is