Allt að helmingur sjómanna áfram í verkfalli

Í gær var skrifað undir samkomulag milli SFS og hluta …
Í gær var skrifað undir samkomulag milli SFS og hluta Sjómannasambands Íslands um kjarasamning til tveggja ára. Nær samkomulagið til rúmlega helmings sjómanna hér við land. mbl.is/Brynjar Gauti

Um helm­ing­ur sjó­manna er áfram í verk­falli eft­ir að hluti sjó­manna­fé­laga skrifuðu und­ir sam­komu­lag við Sam­tök fé­laga í sjáv­ar­út­vegi í nótt, en samn­ing­ur­inn nær til tveggja ára. Þetta mun vænt­an­lega hafa áhrif á um helm­ing skipa hér við land, en Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lag Grinda­vík­ur og Sjó­manna­fé­lag Íslands skrifuðu ekki und­ir sam­komu­lagið.

Í gær­kvöldi var greint frá því að Sjó­manna­sam­band Íslands hefði und­ir­ritað sam­komu­lag við út­gerðamenn. Sjó­manna­sam­bandið er regn­hlíf­a­sam­tök 23 sjó­manna- og verka­lýðsfé­laga víðsveg­ar um landið, en Sjó­manna­fé­lag Íslands á þar þó ekki aðild. Þegar ljóst var að Sjó­manna­sam­bandið myndi skrifa und­ir samn­ing­inn dró Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lag Grinda­vík­ur samn­ings­um­boð sitt til baka og gengu af fundi. Fé­lagið er stærsta fé­lagið í Sjó­manna­sam­band­inu.

38-48% áfram í verk­falli

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Hólm­geir Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Sjó­manna­sam­bands­ins, að verk­fall sjó­manna hafi náð til um 450 fé­lags­manna Grind­vík­inga, en í frétt RÚV í gær var haft eft­ir Ein­ari Hann­esi Harðar­syni, for­manni fé­lags­ins, að á at­kvæðaskrá væru 672. Sam­tals eru á at­kvæðaskrá Sjó­manna­sam­bands­ins í þessu máli 1.845 sjó­menn. Jón­as Garðars­son, formaður Sjó­manna­fé­lags Íslands, seg­ir í sam­tali við mbl.is að 400 sjó­menn séu á at­kvæðaskrá þar. Sam­tals eru því um 850 til 1.072 sjó­menn af 2.250 áfram í verk­falli, eða 38-48%.

Hólmgeir Jónsson (t.h.), framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands, ásamt Valmundi Valmundssyni, formanni …
Hólm­geir Jóns­son (t.h.), fram­kvæmda­stjóri Sjó­manna­sam­bands Íslands, ásamt Val­mundi Val­munds­syni, for­manni fé­lags­ins.

„Það var ekki hægt að fara lengra“

Hólm­geir seg­ir að skrifað sé und­ir með fyr­ir­vara um at­kvæðagreiðslu fé­lags­manna. „Það var ekki hægt að fara lengra. Ég tel þetta ásætt­an­legt fyr­ir sjó­menn,“ seg­ir hann og bæt­ir við að náðst hafi sam­an um stærstu mál­in. Það séu fisk­verðsmálið, smíðaálagið og svo hlífðarfata­gjaldið. „Við náðum ár­angri í þessu öllu,“ seg­ir Hólm­geir.

Verk­falli þeirra sjó­manna sem Sjó­manna­sam­bandið hafði samn­ings­um­boð fyr­ir er því frestað frá klukk­an átta annað kvöld til 14. des­em­ber að hans sögn, en þá á að vera búið að greiða at­kvæði um samn­ing­inn.

Fóru á „leynifund“ og rufu sam­stöðuna

Jón­as seg­ir að sjó­menn hafi hingað til staðið þétt í þess­ari bar­áttu en svo hafi samstaðan verið rof­in þegar Sjó­manna­sam­bandið hafi farið á „leynifund“ með út­gerðamönn­um á laug­ar­dag­inn. Með því hafi samstaða sjó­manna verið brot­in upp. „Þeir rufu sig frá okk­ur,“ seg­ir hann og bend­ir á að stærsta aðild­ar­fé­lag þeirra, Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lag Grinda­vík­ur, hafi í kjöl­farið dregið umboð sitt til baka og gengið af fundi. „Á meðan er helm­ing­ur sjó­manna enn í verk­falli,“ seg­ir Jón­as.

Jónas Garðarsson er formaður Sjómannafélags Íslands.
Jón­as Garðars­son er formaður Sjó­manna­fé­lags Íslands. mbl.is/​Sig­ur­geir Sig­urðsson

Sætta sig ekki við skerðingu veik­inda­rétt­inda

Stóra málið sem strand­ar á að sögn Jónas­ar teng­ist veik­inda­rétt­ind­um. „Þeir sömdu um skerðingu á veik­inda­rétt­ind­um sjó­manna, það er eitt­hvað sem við sætt­um okk­ur ekki við,“ seg­ir Jón­as. Þá strandi einnig á mönn­un­ar­mál­um á upp­sjáv­ar­skip­um.

Seg­ir Jón­as að ákveðið hafi verið að ræða sím­leiðis við út­gerðamenn seinna í dag, en eng­inn form­leg­ur fund­ur hafi verið boðaður. Aðspurður til hvaða svæða verk­fallið nái helst seg­ir hann að Sjó­manna­fé­lagið sé stærst í kring­um höfuðborg­ar­svæðið og á Aust­ur­landi og Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lag Grinda­vík­ur sé stærst á Suður­nesj­um. Aft­ur á móti sé slæðing­ur fé­lags­manna í báðum fé­lög­um víða um land. Um sé að ræða sjó­menn á öll­um teg­und­um fiski­skipa.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Sjómannasamband Íslands hafa undirritað …
Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) og Sjó­manna­sam­band Íslands hafa und­ir­ritað nýj­an kjara­samn­ing til næstu tveggja ára. Árni Sæ­berg

Áfram áhrif á helm­ing fiski­skipa­flot­ans

Hann seg­ir ólík­legt að muni stoppa sjó­sókn skipa ef einn eða tveir fé­lags­menn séu í áhöfn. Séu þeir aft­ur á móti farn­ir að slaga upp í meiri­hluta sé ljóst að skip­in fari ekki á sjó. „Þetta hef­ur vænt­an­lega áfram áhrif á um það bil helm­ing skipa,“ seg­ir Jón­as að lok­um.

Skellt var í hefðbundnar vöfflur hjá sáttasemjara eftir að skrifað …
Skellt var í hefðbundn­ar vöffl­ur hjá sátta­semj­ara eft­ir að skrifað var und­ir í nótt. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina