Formaður SVG nýtur fulls stuðnings

Frá fundinum í kvöld.
Frá fundinum í kvöld. Ljósmyndari/Eyjólfur Vilbergsson

Um 150 manns sóttu fund í Sjó­manna­stof­unni Vör í kvöld, þar sem fé­lög­um í Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lagi Grinda­vík­ur (SVG) var kynnt­ur samn­ing­ur Sjó­manna­sam­bands Íslands við út­vegs­menn.

Ein­ar Hann­es Harðar­son, formaður SVG, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið eft­ir fund­inn að hann hefði óskoraðan stuðning fé­lags­manna en SVG dró sig út úr samn­inga­nefnd Sjó­manna­sam­bands­ins áður en skrifað var und­ir samn­inga í gær­kvöldi.

Ein­ar sagði samn­inga­nefnd fé­lags­ins ekki myndu hvika frá kröf­um sín­um, en vildi ekki upp­lýsa hverj­ar þær væru. „Ég bíð eft­ir sím­tali frá Jens Garðari [for­manni SFS],“ sagði hann spurður um fram­haldið.

SVG og Sjó­manna­fé­lag Íslands, sem hvor­ugt hef­ur lokið samn­ing­um, eru með rúm­lega þriðjung und­ir­manna á fiski­skipa­flot­an­um á fé­laga­skrá.

Jens Garðar Helga­son sagði síðdeg­is að hann hefði varið deg­in­um í Grinda­vík og átt gott sam­tal við menn þar. „Við erum að ræða sam­an og kasta hug­mynd­um á milli okk­ar,“ sagði hann.

mbl.is