Fulltrúar tveggja félaga skrifuðu ekki undir

Sjómannafélag Íslands og Sjómannafélag Grindavíkur skrifuðu ekki undir í kvöld. …
Sjómannafélag Íslands og Sjómannafélag Grindavíkur skrifuðu ekki undir í kvöld. Félagsmenn félaganna tveggja telja 40% sjómanna landsins. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Full­trú­ar Sjó­manna­fé­lags Íslands skrifuðu ekki und­ir nýj­an kjara­samn­ing í kvöld og hyggj­ast kanna sitt bak­land á morg­un. Full­trú­ar Sjó­manna­fé­lags Grinda­vík­ur gengu af fundi og aft­ur­kölluðu umboð sitt til Sjó­manna­sam­bands Íslands á sama tíma.

Þetta hef­ur mbl.is eft­ir áreiðan­leg­um heim­ild­um. 

Sam­tals telja fé­lags­menn Sjó­manna­fé­lags Íslands ann­ars veg­ar og Sjó­manna­fé­lags Grinda­vík­ur hins veg­ar um 40% allra sjó­manna á land­inu.

Samn­ing­ar hafa þó náðst milli SFS og Sjó­manna­sam­bands Íslands ann­ars veg­ar og Verka­lýðsfé­lags Vest­f­irðinga hins veg­ar.

Sjá frétt: Samn­ing­ar náðst að hluta.

Full­trú­ar Sjó­manna­fé­lags Íslands vildu ekki skrifa und­ir nýj­an samn­ing við SFS að svo komnu máli og munu í fram­hald­inu skoða hvernig þeirra bak­land ligg­ur varðandi þann samn­ing sem nú er á borðinu. 

 Ekki ligg­ur fyr­ir hver afstaða Sjó­manna­fé­lags Grinda­vík­ur er á þess­ari stundu.

mbl.is