Ósamið við Sjómannfélag Íslands

Undirritun kjarasamninga sjómanna og útgerðamanna
Undirritun kjarasamninga sjómanna og útgerðamanna mbl.is/Árni Sæberg

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) og Sjó­manna­sam­band Íslands hafa und­ir­ritað nýj­an kjara­samn­ing til næstu tveggja ára. Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lag Grinda­vík­ur, eitt aðild­ar­fé­laga Sjó­manna­sam­bands Íslands, tók samn­ings­um­boð sam­bands­ins til baka í gær og það fé­lag stend­ur því utan við gerðan kjara­samn­ing. Þá hafa ekki tek­ist samn­ing­ar við Sjó­manna­fé­lag Íslands.

„Þrátt fyr­ir að sjó­menn hafi slitið form­leg­um samn­ingaviðræðum á fimmtu­dag og verk­fall skollið á hið sama kvöld, var ljóst að ekki bar mikið í milli aðila. Óform­leg­um viðræðum var því fram haldið til að reyna að þoka mál­um áfram og leysa þá hnúta sem urðu þess vald­andi að til verk­falls kom. Sú vinna og góður vilji allra hlutaðeig­andi hafa því skilað kjara­samn­ingi sem bæði út­gerð og sjó­menn geta vel við unað.

Í fyrsta lagi náðu aðilar sam­an um fisk­verðsmál. Þar er um að ræða mál­efni sem ágrein­ing­ur hef­ur staðið um til margra ára. Sú meg­in­regla hef­ur verið sett, að í viðskipt­um á milli skyldra aðila, þ.e. út­gerðar og vinnslu í eigu sömu aðila, skuli fisk­verð að jafnaði taka mið af 80% af markaðsverði á fisk­markaði. Að því er viðskipti með upp­sjáv­ar­fisk varðar, hef­ur gagn­sæi verið aukið, sam­skipti út­gerða og áhafna vegna fisk­verðssamn­inga verið styrkt og upp­lýs­inga­gjöf til eft­ir­litsaðila verið form­fest. Í öðru lagi var samið um hækk­un kaup­trygg­ing­ar, í þriðja lagi var samið um auk­inn or­lofs­rétt, í fjórða lagi var samþykkt 130% aukn­ing á fjár­mun­um til kaupa á hlífðarföt­um og í fimmta lagi var um það samið að fram skyldi fara óháð út­tekt á ör­yggi og hvíld­ar­tíma sjó­manna. Í sjötta lagi urðu aðilar ásátt­ir um að svo­kallað ný­smíðaákvæði yrði tíma­bundið frá 1. des­em­ber 2023.

Það er já­kvætt að aðilar hafi borið gæfu til að ná sam­an um betri kjör sjó­manna og SFS bind­ur von­ir við að sjó­menn samþykki fyr­ir­liggj­andi kjara­samn­ing.
Hluti skipa­flot­ans get­ur haldið til veiða á næstu dög­um, þrátt fyr­ir að verk­fall Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur og Sjó­manna­fé­lags Íslands standi enn. Viðræðum SFS og síðargreinda fé­lags­ins verður fram haldið í fyrra­málið og SFS bind­ur von­ir við að samn­ing­ar tak­ist við það fé­lag,“ seg­ir í frétta­bréfi SFS.

Undirritun kjarasamninga sjómanna og útgerðamanna
Und­ir­rit­un kjara­samn­inga sjó­manna og út­gerðamanna mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Undirritun kjarasamninga sjómanna og útgerðamanna
Und­ir­rit­un kjara­samn­inga sjó­manna og út­gerðamanna mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is