Samstaða sjómanna rofin með leynimakki

Jónas Garðarsson formaður Sjómannafélags Íslands segir Sjómannasambandið hafa rofið samstöðu …
Jónas Garðarsson formaður Sjómannafélags Íslands segir Sjómannasambandið hafa rofið samstöðu sjómanna í kjaraviðræðum með leynimakki sínu með fulltrúum útgerðanna. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Formaður Sjó­manna­fé­lags Íslands seg­ir samn­inga­nefnd Sjó­manna­sam­bands Íslands hafa rofið sam­stöðu sjó­manna eft­ir leyni­makk með full­trú­um út­gerða án aðkomu Sjó­manna­fé­lags­ins. Nýi samn­ing­ur­inn skerði veik­inda­rétt sjó­manna um helm­ing.

Sjá frétt: Full­trú­ar tveggja fé­laga skrifuðu ekki und­ir.

„Við erum bara í verk­falli. Viðræðunum var ekki slitið en við treyst­um okk­ur ekki til að skrifa und­ir sam­komu­lagið sem Sjó­manna­sam­bandið skrifaði und­ir,“ seg­ir Jón­as Garðars­son, formaður Sjó­manna­fé­lags Íslands.

Sjó­manna­sam­band Íslands er regn­hlíf­ar­sam­tök fyr­ir verka­lýðsfé­lög sjó­manna vítt og breitt um landið. Sjó­manna­fé­lag Íslands er fjöl­menn­asta verka­lýðsfé­lag sjó­manna á land­inu og stend­ur utan þeirra sam­taka, en gengu með Sjó­manna­sam­band­inu til viðræðna við full­trúa út­gerðarmanna um nýja kjara­samn­inga sjó­manna. Að sögn Jónas­ar hafi öllu máli skipt að full­trú­ar sjó­manna­stétt­ar­inn­ar stæðu sam­an í samn­ingaviðræðunum.

Mik­ill mis­brest­ur hafi hins veg­ar orðið þar á um helg­ina.

Leyni­makk með út­gerðarmönn­um

„Á laug­ar­dag­inn fóru þeir Sjó­manna­sam­bands­menn í eitt­hvert leyni­makk með út­gerðarmönn­um án þess að láta okk­ur vita. Ég sá í sjón­varp­inu að Val­mund­ur (Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands) hafði verið á ein­hverj­um fundi með út­gerðarmönn­um. Ég hringdi í hann og spurði hvað þetta ætti eig­in­lega að fyr­ir­stilla því við höfðum ekki hug­mynd um þessa fundi. Þá varð hann nú hálf­flótta­leg­ur og svaraði litlu,“ seg­ir Jón­as.

Hann seg­ir að í viðræðum við full­trúa út­gerðanna hafi öll sam­tök sjó­manna fundað sam­an sem eitt með full­trú­um út­gerðanna, en þegar fyr­ir­svars­menn Sjó­manna­fé­lags­ins mættu til fund­ar í gær hafi þeim verið sagt að þeir skyldu sitja í öðru rými, aðskild­ir frá full­trú­um Sjó­manna­sam­bands­ins.

„Þá viss­um við nátt­úr­lega hvað væri um að vera. Það var eitt­hvert djöf­uls­ins skíta­makk í gangi,“ seg­ir hann. „Þeir áttu nú erfitt með að halda sinni hjörð sam­an sjálf­ir og ég hélt það væri nú kannski út af því sem þetta var.“

Annað hafi komið á dag­inn þegar full­trú­um Sjó­manna­fé­lags­ins barst full­skapaður kjara­samn­ing­ur sem for­svars­menn Sjó­manna­fé­lags Íslands höfðu þegar und­ir­ritað, án sam­ráðs við full­trúa Sjó­manna­fé­lags­ins, sem enn voru ein­angraðir í öðru rými húss­ins.

Jens Garðar Helgason formaður SFS tekur í hönd Valmundar Valmundssonar …
Jens Garðar Helga­son formaður SFS tek­ur í hönd Val­mund­ar Val­munds­son­ar for­manns Sjó­manna­sam­bands Íslands eft­ir und­ir­rit­un kjara­samn­ing­anna í nótt. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Veik­inda­rétt­ur sjó­manna skert­ur um helm­ing

„Við lás­um þenn­an samn­ing yfir ásamt út­gerðarmönn­un­um og þá kem­ur í ljós að það er búið að skerða veik­inda­rétt sjó­manna um helm­ing. Það, ásamt mönn­un­ar­mál­um á upp­sjáv­ar­skip­in, varð til þess að við skrifuðum ekki und­ir. Þeir eru bún­ir að skerða veik­inda­rétt manna þar sem skipti­kerfi eru um helm­ing,“ bæt­ir Jón­as við.

Jón­as seg­ir text­ann hafa verið illskilj­an­leg­an og hefðu hans menn því fal­ast eft­ir nán­ari skýr­ing­um við yf­ir­ferðina. Full­trú­ar út­gerðanna „kjaftað þá í kaf“ án þess að gefa beint svar við því hvort um slíka skerðingu á veik­inda­rétti væri að ræða.

„Við ræst­um því lög­mann­inn okk­ar og hann staðfesti okk­ar skiln­ing; þetta væri ein­fald­lega skerðing á veik­inda­rétti sjó­manna um helm­ing,“ seg­ir Jón­as.

Hann seg­ir sig og sína menn því hafa ákveðið að slíkt gætu þeir ekki kvittað upp á. „Og þar er þetta statt núna,“ seg­ir hann.

Stærsta fé­lag inn­an Sjó­manna­sam­bands­ins ekki með í nýj­um samn­ingi

Hann bend­ir á að Sjó­manna- og verka­lýðsfé­lag Grinda­vík­ur hafi gengið frá samn­inga­borðinu og aft­ur­kallað það umboð sem þeir höfðu gefið Sjó­manna­sam­bandi Íslands fyr­ir sína hönd af sömu ástæðu.

„Stærsta fé­lag inn­an Sjó­manna­sam­bands­ins er því ekki með í þess­um samn­ingi og við ekki held­ur,“ seg­ir Jón­as.

Varðandi þær frétt­ir að sum skip haldi fljót­lega til veiða eft­ir að samn­ing­ar náðust að hluta seg­ir Jón­as stöðuna um margt flókna á þeim skip­um þar sem Sjó­manna­fé­lag Íslands eigi fé­lags­menn.

„Á þeim skip­um þar sem við eig­um einn eða tvo karla verða þeir lík­lega bara að láta sig hafa það að fara með. En þar sem við erum með meiri­hluta áhafn­ar verður ekk­ert farið. Það er bara þannig,“ seg­ir Jón­as Garðars­son, formaður Sjó­manna­fé­lags Íslands.

mbl.is