Sjómannafélag Íslands skrifaði undir

Jónas Garðarsson formaður Sjómannafélags Íslands.
Jónas Garðarsson formaður Sjómannafélags Íslands. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Sjó­manna­fé­lag Íslands skrifaði und­ir nýj­an samn­ing við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi nú rétt í þessu.

Eins og fram kom í fyrri frétt 200 mílna kom ekki til greina af hálfu for­svars­manna Sjó­manna­fé­lags­ins að samþykkja óbreytt orðalag þess samn­ings sem und­ir­ritaður hafði verið milli SFS og Sjó­manna­fé­lags Íslands. Kom það aðallega til af því að þeir töldu slysa- og veik­inda­rétt sjó­manna skert­an til muna í nýja samn­ingn­um og við það gátu menn ekki unað.

Sú grein sem um ræðir var felld burt í samn­ingi þeim sem Sjó­manna­fé­lag Íslands hef­ur nú und­ir­ritað við SFS og slysa- og veik­inda­rétt­ur þeirra fé­lags­manna helst því óbreytt­ur frá því sem var.

Að auki var fellt burt ákvæði sem gerði fyrsta brot út­gerða á ákvæðum samn­ings­ins refsi­laust.

Að sögn Bergs Þorkels­son­ar, stjórn­ar­manns í Sjó­manna­fé­lagi Íslands, var því kom­in ásætt­an­leg niðurstaða. Hann sagði sig og sína menn í Sjó­manna­fé­lagi Íslands hafa verið í þröngri stöðu nú þegar hluti skipa­flot­ans er í þann mund að halda á miðin eft­ir und­ir­rit­un samn­ings milli Sjó­manna­sam­bands Íslands og SFS nú á sunnu­dag, en menn gátu sæst á þessi mála­lok að sinni sök­um þess að veik­inda­rétt­ur sjó­manna helst óbreytt­ur fyr­ir þeirra fé­lags­menn.

Nýi samn­ing­ur­inn verður bor­inn und­ir fé­lags­menn í al­mennri kosn­ingu sem stend­ur til 14. des­em­ber, en verk­falli er frestað þangað til.

Fé­lags­menn í Sjó­manna­fé­lagi Íslands halda því brátt til veiða eft­ir að hafa verið í vinnu­stöðvun síðan á fimmtu­dag.

Sjómannafélag Íslands skrifaði undir samning rétt í þessu.
Sjó­manna­fé­lag Íslands skrifaði und­ir samn­ing rétt í þessu. mbl.is/Þ​röst­ur Njáls­son
mbl.is