Öllum verkföllum sjómanna frestað

Öllum verkfallsaðgerðum sjómanna hefur nú verið frestað.
Öllum verkfallsaðgerðum sjómanna hefur nú verið frestað. mbl.is/Árni Sæberg

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) og Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lag Grinda­vík­ur (SVG) und­ir­rituðu nýj­an kjara­samn­ing nú í kvöld og gild­ir hann til tveggja ára. Efni samn­ings­ins er sam­bæri­legt því sem samið var um við Sjó­manna­sam­band Íslands, en SVG samdi einnig um sér­taka línu­upp­bót að fjár­hæð 120.000 kr. til handa til­greind­um sjó­mönn­um á línu­bát­um, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu SFS.

Þá var einnig áréttaður sér­stak­ur for­gang­ur á end­ur­skoðun fjar­skipta­mála, með það að augnamiði að lækka fjar­skipta­kostnað sjó­manna. 

Fyrr í dag und­ir­rituðu SFS og Sjó­manna­fé­lag Íslands einnig kjara­samn­ing, sam­bæri­leg­an þeim sem Sjó­manna­sam­band Íslands hafði áður gert.

Verk­falli fé­lags­manna Sjó­manna­fé­lags Íslands var frestað kl. 15.00 í dag og verk­falli SVG er frestað frá og með morg­un­deg­in­um, 16. nóv­em­ber kl. 14.00.

Öllum verk­föll­um sjó­manna hef­ur nú verið frestað. Kynn­ing­ar á gerðum kjara­samn­ing­um og at­kvæðagreiðslur fara nú fram.

mbl.is