Galli í samningi sjómanna Verkvest

Trúnaðarráð Verkvest hafnar samningnum, en félagsmenn þurfa áfram að kjósa …
Trúnaðarráð Verkvest hafnar samningnum, en félagsmenn þurfa áfram að kjósa um hann.

Trúnaðarráð Verka­lýðsfé­lags Vest­f­irðinga hafn­ar nýj­um kjara­samn­ingi sem und­ir­ritaður var á mánu­dag­inn fyr­ir sjó­menn í fé­lag­inu. Eft­ir kynn­ingu samn­ings­ins var ljóst að sá tækni­legi ómögu­leiki væri kom­inn upp að und­ir­ritað samn­ings­skjal væri í raun ekki kjara­samn­ing­ur fé­lags­ins. Auk þess var ljóst að upp­hafs­hækk­an­ir í kaup­trygg­ingu og fata­pen­ing­um voru ekki þær sömu og í kjara­samn­ingi Sjó­manna­sam­bands Íslands. Munaði þar tugi pró­senta eða allt að 26% sem sjó­menn í Verk Vest fá ekki verði samn­ing­ur­inn samþykkt­ur.

Frá þessu er greint á heimasíðu verka­lýðsfé­lags­ins, en trúnaðarráðið fundaði í gær og var lögð fram sú til­laga að ráðið myndi hafna samn­ingn­um vegna þeirra ágalla sem á hon­um eru. Var til­lag­an samþykkt með öll­um greidd­um at­kvæðum.

Und­ir­ritaðir kjara­samn­ing­ar eru bind­andi sam­kvæmt lög­um og þarf at­kvæðagreiðsla að fara fram. Til­laga trúnaðarráðs hef­ur þar eng­in bind­andi áhrif á samn­ing­inn. Nú tek­ur því við at­kvæðagreiðsla, en fé­lagið ætl­ar ekki að halda form­lega kynn­ing­ar­fundi.

Fé­lags­mönn­um verða á næstu dög­um sem kjör­gögn, en fram kem­ur í frétt Verkvest að verði samn­ing­ur­inn samþykkt­ur sé ljóst að kom­in sé upp sú staða að sjó­menn á Vest­fjörðum eiga ekki leng­ur sinn sjálf­stæða kjara­samn­ing. Verði samn­ing­ur­inn felld­ur hefst verk­fall að nýju klukk­an átta þann 14. des­em­ber.

mbl.is