Parísarsamkomulagið of veikburða

Þjóðarleiðtogar hafa fundað um hvernig Parísarsamkomulaginu verður framfylgt í Marrakech …
Þjóðarleiðtogar hafa fundað um hvernig Parísarsamkomulaginu verður framfylgt í Marrakech í Marokkó undanfarna daga. AFP

Jafn­vel þó að aðild­ar­ríki Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins standi við fyr­ir­heit sín um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda dug­ir það ekki til að ná mark­miðinu um að halda hnatt­rænni hlýn­un inn­an við 2°C. Alþjóðaorku­mála­stofn­un­in (IEA) tel­ur að hlýn­un­in nái 2,7°C fyr­ir árið 2100 með nú­ver­andi fyr­ir­heit­um ríkj­anna.

Í ár­legri skýrslu IEA um horf­ur í orku­mál­um heims­ins kem­ur fram að mögu­legt sé að ná þeim mark­miðum sem lönd heims hafa sett sér um að draga úr los­un og að það muni hægja á lofts­lags­breyt­ing­um. Þau mark­mið séu hins veg­ar ekki lík­leg til að halda hlýn­un jarðar „vel inn­an við“ 2°C eins og stefnt er að í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu.

Stofn­un­in tel­ur það nær ómögu­legt að ná metnaðarfyllsta mark­miði sam­komu­lags­ins um 1,5°C hlýn­un, að því er kem­ur fram í um­fjöll­un New York Times.

„Umbreyt­ing­in sem þarf til að raun­hæf­ur mögu­leiki sé á að hald­ast inn­an við hita­stigs­mark­miðið um 1,5°C er veru­leg,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Mik­ill upp­gang­ur í end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um

Góðu frétt­irn­ar eru þó að mik­ill upp­gang­ur er í end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um í heim­in­um. Þannig jókst fram­leiðslu­geta hreinn­ar orku meira á síðasta ári en kola, olíu og kjarn­orku sam­an­lagt. Þrátt fyr­ir það tel­ur IEA að jarðefna­eldsneyti eigi enn eft­ir að leika stórt hlut­verk í orku­bú­skap jarðarbúa um mörg ókom­in ár, sér­stak­lega jarðgas sem sé að taka við af kol­um í mikl­um mæli.

Fatih Birol, fram­kvæmda­stjóri IEA, seg­ir að nú sé jarðefna­eldsneyti um 81% af orku­bú­skap mann­kyns­ins. Gangi lands­mark­mið sem þjóðir hafa skilað inn vegna Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins eft­ir verði hlut­fallið komið niður í 74% árið 2040.

Fram­kvæmda­stjór­inn vill ekki tjá sig um hvaða áhrif kjör Don­alds Trump sem for­seta Banda­ríkj­anna hef­ur á spár stofn­un­ar­inn­ar. Trump hef­ur kallað lofts­lags­breyt­ing­ar „gabb“ og hótað því að draga Banda­rík­in út úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu. Birol seg­ir hins veg­ar að stofn­un­in muni fylgj­ast náið með því til hvaða aðgerða rík­is­stjórn hans muni grípa.

Frétt New York Times

mbl.is

Bloggað um frétt­ina