Enginn hefur verið handtekinn vegna nauðgunar sem var kærð til lögreglunnar seint í gærnótt.
Samkvæmt heimildum mbl.is er fórnarlambið bandarísk stúlka sem var gestur á hóteli í miðbæ Reykjavíkur.
„Það hefur enginn verið handtekinn vegna málsins en við erum að vinna úr vísbendingum sem við höfum fengið,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, og bætir við að málið sé á viðkvæmu stigi.
Frétt mbl.is: Ferðamaður kærði nauðgun í nótt