„Augljós skerðing á réttindum sjómanna“

Jónas Þór Jónasson hrl. telur nýtt veikindalaunaákvæði ólögmætt og skerða …
Jónas Þór Jónasson hrl. telur nýtt veikindalaunaákvæði ólögmætt og skerða rétt sjómanna vegna óvinnufærni. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ákvæði um slysa- og veik­inda­kaup í nýj­um kjara­samn­ingi sjó­manna hef­ur vakið upp spurn­ing­ar. Lög­menn Sjó­manna­fé­lags Íslands segja það aug­ljósa skerðingu á rétt­ind­um sjó­manna og stang­ast á við lög.

Mik­il umræða hef­ur skap­ast um það hvort slysa- og veik­inda­rétt­ur sjó­manna skerðist með nýj­um kjara­samn­ingi. For­svars­menn Sjó­manna­fé­lags Íslands neituðu til að mynda að skrifa und­ir nýj­an kjara­samn­ing við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) vegna þess að þeir töldu veik­inda­rétt sjó­manna skert­an með ákvæði nýja samn­ings­ins, og hið sama gerðu Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lag Grinda­vík­ur (SVG).

Sjá frétt: „Við skrif­um ekki und­ir þetta“

Varð niðurstaðan á end­an­um sú að Sjó­manna­fé­lag Íslands og SVG skrifuðu und­ir nýj­an samn­ing við SFS þar sem nýja ákvæðið um veik­inda­rétt­inn var fellt út úr samn­ingn­um. Ákvæðið er hins veg­ar að finna í nýj­um kjara­samn­ingi Sjó­manna­sam­bands Íslands og VM - Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna.

Um­rætt kjara­samn­ings­ákvæði er svohljóðandi: „Varðandi skip­verja sem eru í skiptimanna­kerf­um skal miða við þá grunn­reglu vinnu­rétt­ar að skip­verji skuli ekki vera bet­ur sett­ur fjár­hags­lega vegna óvinnu­færni en hann hefði ann­ars verið ófor­fallaður. Af því leiðir að ekki eru greidd laun vegna óvinnu­færni í fríi skip­verja.“

Sjó­manna­lög­in gilda

Um rétt­indi sjó­manna vegna slysa og veik­inda gilda sjó­manna­lög­in. Sjó­menn eru al­mennt vel tryggðir við störf sín, sem ætti ekki að koma á óvart með hliðsjón af þeim aðstæðum sem menn vinna við úti á rúm­sjó, í öll­um veðrum.

Í 36. gr. sjó­manna­laga seg­ir: „Skip­verji sem verður óvinnu­fær vegna slyss eða veik­inda sem hann verður fyr­ir á ráðning­ar­tíma halda full­um og óskert­um laun­um í allt að 2 mánuði, enda sé hann óvinnu­fær all­an þenn­an tíma. Sé skip­verji í launa­lausu fríi er hann veikist eða slasast tek­ur hann laun frá þeim tíma er hann skyldi hefja störf að nýju.“

Yfir helm­ing­ur sjó­manna lent í vinnu­slysi

Eins og sjá má í þess­ari frétt 200 mílna höfðu rúm­lega helm­ing­ur þeirra sjó­manna sem svaraði viðhorfs­könn­un Sam­göngu­stofu um ör­ygg­is­mál sjó­manna lent í vinnu­slysi við störf sín. Mik­il­vægt hlýt­ur því að vera að veik­inda- og slysa­rétt­ur sjó­manna sé eins skýr og mögu­legt er, þar sem svo hátt hlut­fall sjó­manna hef­ur slasast við störf sín til sjós.

Formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, sem und­ir­ritaði nýj­an kjara­samn­ing við SFS á sunu­dags­kvöld með fyrr­nefnda ákvæðinu inni í samn­ingn­um, hef­ur haldið því fram að um mis­skiln­ing sé að ræða. Nýi samn­ing­ur­inn feli ekki í sér neins kon­ar skerðingu á rétt­ind­um sjó­manna sem verða óvinnu­fær­ir vegna slyss eða veik­inda. Þvert á móti séu nýju samn­ing­arn­ir betri ef eitt­hvað er.

Valmundur Valmundsson segir ekki rétt að um skerðingu á veikindaréttinum …
Val­mund­ur Val­munds­son seg­ir ekki rétt að um skerðingu á veik­inda­rétt­in­um sé að ræða. Sjó­menn séu bet­ur sett­ir ef eitt­hvað væri. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son

 „Ef þú ert í skiptimanna­kerfi með jafn­launa­kerfi, sem sagt alltaf á hálf­um hlut ertu á hálf­um hlut í veik­ind­um. Núna færðu ein­ung­is hálf­an hlut í tvo mánuði og trygg­ingu eft­ir það í há­mark tvo mánuði. Með klausu í nýja samn­ingn­um er tryggt að menn haldi hálf­um hlut í fjóra mánuði en ekki tvo. Og tveggja mánaða trygg­ingu eft­ir það. Þetta á ekki við þá sem eru ekki í jafn­launa- eða skiptimanna­kerf­um. Þar gild­ir staðgengil­s­kaup áfram,“ seg­ir Val­mund­ur Val­munds­son.

Veik­ir eða slasaðir sjó­menn eru ekki í fríi

Jón­as Þór Jónas­son, hæsta­rétt­ar­lögmaður og lögmaður Sjó­manna­fé­lags Íslands, er ekki á sama máli og seg­ir ákvæðið skerða slysa- og veik­inda­rétt sjó­manna.

„Þetta er ekki rétt hjá Val­mundi,“ seg­ir hann. „Sam­kvæmt því ákvæði um veik­inda- og slysa­laun sem Sjó­manna­sam­bandið og SFS hafa nú samið um, vegna sjó­manna í skiptimanna­kerf­um, greiðast eng­in laun ef viðkom­andi sjó­maður hefði átt að vera í frít­úr. Þetta seg­ir orðrétt í ákvæðinu“ seg­ir Jón­as.

„Sú er ekki raun­in sam­kvæmt því kerfi sem hef­ur verið í gildi um langt ára­bil, þá ber að greiða laun fyr­ir frít­úr­inn og er hugs­un­in á bak við þá reglu sú að menn sem eru slasaðir eða veik­ir - þeir eru ekki í fríi. Má það því aug­ljóst vera að sjó­menn sem for­fall­ast vegna veik­inda eða slysa eru verr sett­ir sam­kvæmt nýja kjara­samn­ings­ákvæðinu,“ bæt­ir Jón­as við.

Sjá frétt: Sjó­menn eru nagl­ar en menn verða að vera skyn­sam­ir.

Jónas Þór Jónasson er lögmaður Sjómannafélags Íslands.
Jón­as Þór Jónas­son er lögmaður Sjó­manna­fé­lags Íslands. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson

 „Sjó­maður í skiptimanna­kerf­inu einn túr á sjó og svo einn í landi sem slasast um borð í lok túrs og er óvinnu­fær í mánuð eft­ir að í land er komið fær sam­kvæmt kjara­samn­ings­ákvæðinu eng­in for­falla­laun greidd í óvinnu­færni sinni, en sam­kvæmt 36. gr. sjó­manna­laga og dóma­for­dæm­um Hæsta­rétt­ar þá á hann að fá túr­inn greidd­an,“ seg­ir Jón­as.

„Standi óvinnu­færni í 2 mánuði fær sjó­maður­inn næsta túr greidd­an enda hefði hann átt að fara þann túr, en mögu­lega bara helm­ing sé hann í greiðslu­dreif­ing­ar­kerfi launa á móti öðrum skip­verja í sömu stöðu. Standi óvinnu­færn­in í 3 mánuði fær sjó­maður­inn enga greiðslu þriðja mánuðinn, enda al­veg skýrt í þessu kjara­samn­ings­ákvæði að sjó­mann­in­um ber eng­in greiðsla fyr­ir þann tíma sem hann hefði átt að vera í frít­úr, þótt hann sé sann­ar­lega óvinnu­fær,“ held­ur hann áfram.

„Kaup­trygg­ing greiðist hins veg­ar sam­kvæmt 36. gr. sjó­manna­laga þriðja mánuðinn í óvinnu­færni sjó­manns­ins.“

„Aug­ljós­lega skerðing á rétti sjó­manna til slysa­launa“

„Sam­an­tekið þá trygg­ir 36. gr. sjó­manna­laga sjó­mann­in­um í þessu dæmi, sem er óvinnu­fær í þrjá mánuði, full laun í tvo mánuði og svo kaup­trygg­ingu í einn mánuð. Sam­kvæmt hinu nýja kjara­samn­ings­ákvæði fengi sjó­maður­inn hins veg­ar greidd laun í einn mánuð af þess­um þrem­ur sem hann er óvinnu­fær,“ seg­ir Jón­as Þór.

„Í þessu felst aug­ljós­lega skerðing á rétti sjó­manna til slysa- og veik­inda­launa sem sjó­mönn­um eru tryggð í sjó­manna­lög­um. Ákvæði kjara­samn­ings­ins vík­ur ekki til hliðar ský­lausu ákvæði 36. gr. sjó­manna­laga. Þetta kjara­samn­ings­ákvæði er því ólög­mætt og að engu haf­andi,“ held­ur hann áfram.

„Sé það hins veg­ar vilji sam­taka sjó­manna að skerða rétt sjó­manna til slysa- og veik­inda­launa verður að koma til breyt­ing á 36. gr. sjó­manna­laga. Þetta kjara­samn­ings­ákvæði, sem var tekið út úr þeim samn­ing­um sem Sjó­manna­fé­lag Íslands og SVG skrifuðu und­ir, tromp­ar eðli­lega ekki ákvæði laga,“ seg­ir Jón­as Þór Jónas­son.

Máli sínu til stuðnings bend­ir Jón­as Þór á þenn­an dóm Hæsta­rétt­ar og þenn­an líka. Varð það niðurstaða Hæsta­rétt­ar að sjó­maðunni sem verður óvinnu­fær ber að fá full laun greidd í óvinnu­færni sinni þótt hann hefði átt að vera í launa­lausu fríi túr­inn á eft­ir sam­kvæmt skiptimanna­kerfi.

Ekki má semja um lak­ari rétt en sjó­manna­lög segja

Und­ir þetta tek­ur Jón­as Har­alds­son hæsta­rétt­ar­lögmaður og lögmaður margra sjó­manna­fé­laga.

„Í fyrsta lagi er grein­in ólög­mæt því hún brýt­ur í bága við 4. grein sjó­manna­laga. Þar kem­ur fram að ekki sé hægt að semja um lak­ari rétt en lög­in segja til um,“ bend­ir hann á.

Hann full­yrðir að áður en menn fall­ast á slíka breyt­ingu á kjara­samn­ing­um verði menn að reikna út mörg dæmi til að sjá hvernig hún kæmi út í reynd.

„Menn verða að vita hvað þeir eru að fara út í með svona rót­tækri breyt­ingu. Þetta er alltof þýðing­ar­mikið mál og marg­brotið til þess að hægt sé að gleypa þessa kjara­skerðingu svona hráa,“ seg­ir hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina