Leigubílstjóri var fluttur á bráðamóttöku eftir að hafa orðið fyrir árás skömmu eftir miðnætti í nótt.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu réðst maður á leigubílstjórann á Lækjartorgi og skallaði hann. Árásarmaðurinn forðaði sér af vettvangi en lögregla hafði uppi á honum við hótel á Laugaveginum þar sem hann var til vandræða. Árásarmaðurinn gistir fangaklefa vegna rannsóknar málsins.
Lögreglan handtók mann í Breiðholtinu um klukkan 23 í gærkvöldi vegna heimilisofbeldis. Maðurinn gistir fangaklefa vegna rannsókn málsins.
Lögreglan í Hafnarfirði hafði afskipti af manni við Álfaskeið í gærkvöldi vegna vörslu fíkniefna og tveir ökumenn voru stöðvaðir, annar á Höfðabakka en hinn í Suðurfelli, vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna.