Pandahúnar nefndir við hátíðlega athöfn

00:00
00:00

Tveir panda­hún­ar sem fædd­ust í dýrag­arðinum í Vín í Aust­ur­ríki voru nefnd­ir við hátíðlega at­höfn í dýrag­arðinum í dag, 100 dög­um eft­ir fæðingu sína. Hún­arn­ir tveir hlutu nöfn­in Fu Feng og Fu Ban.

Hún­arn­ir fengu hins veg­ar ekki að vera viðstadd­ir nafna­gjöf­ina, en kín­verski sendi­herr­ann í Aust­ur­ríki var meðal gesta. Hún­arn­ir munu nefni­lega ekki koma al­menn­ingi fyr­ir sjón­ir fyrr en und­ir árs­lok.

„Nöfn­in færa þeim mikla gæfu og það er gott tákn að tví­bur­ar fædd­ust á 45. af­mælis­ári stjórn­mála­sam­skipta Aust­ur­rík­is og Kína,“ hef­ur AFP-frétta­stof­an eft­ir kín­verska sendi­herr­an­um Li Xia­osi.

Birn­an fékk nafnið Fu Feng sem þýðir Ham­ingju­sam­ur fön­ix og valdi dýrag­arður­inn það nafn á hana. Bróðir henn­ar fékk síðan nafnið Fu Ban, sem þýðir Ham­ingju­sam­ur fé­lagi og hlaut hann það eft­ir að 12.000 tóku þátt í net­kosn­ingu um nafn­gift­ina .

Ákveðið var að nefna panda­hún­ana ekki fyrr en þeir yrðu orðnir 100 daga, þar sem um það bil helm­ing­ur allra panda­húna deyr ung­ur. Í dag vega þau Fu Feng og Fu Ban fimm og sex kíló hvort og hafa því bragg­ast vel frá fæðingu, þegar þau vógu 100 grömm.

Pönduhúnarnir verða sýndir almenningi í lok þessa árs.
Pöndu­hún­arn­ir verða sýnd­ir al­menn­ingi í lok þessa árs. Skjá­skot/​AFP
mbl.is