Óttast óstöðvandi loftslagsbreytingar

Dökkt haf dregur í sig meiri orku frá sólinni en …
Dökkt haf dregur í sig meiri orku frá sólinni en hvítur ís. Því getur bráðnun hafíss leitt til meiri hlýnunar og þannig enn meiri bráðnunar. mbl.is/Golli

Hröð bráðnun íss á norður­skaut­inu gæti haft mik­il áhrif á ná­læg vist­kerfi og jafn­vel allt suður í Ind­lands­hafi, að sögn vís­inda­manna. Hætta sé á að nátt­úr­an nái hvarfpunkt­um sem leiði til óstöðvandi lofts­lags­breyt­inga á heimsvísu. 

Gríðarleg bráðnun íss hef­ur átt sér staða á norður­heims­skaut­inu und­an­far­in ár og ára­tugi. Um þess­ar mund­ir er haf­ís­inn í Norður-Íshaf­inu í sögu­legu lág­marki vegna nær for­dæma­lausr­ar hita­bylgju. Hef­ur hit­inn á norður­skaut­inu verið allt að 20°C hærri en vana­lega á þess­um árs­tíma.

Frétt Mbl.is: Hita­bylgja á norður­skaut­inu

Í nýrri skýrslu á veg­um ell­efu stofn­ana og sam­taka, þar á meðal Norður­skauts­ráðsins og sex há­skóla, er bent á fjölda svo­nefndra hvarfpunkta (e. tipp­ing po­int) á norður­skaut­inu. Hvarfpunkt­ar eru mörk þar sem jafn­vægi nátt­úru­legs kerf­is eins og ís­hell­unn­ar á norður­skaut­inu rask­ast skyndi­lega eða mikið sem hef­ur mikl­ar af­leiðing­ar fyr­ir ná­læg vist­kerfi, jafn­vel óaft­ur­kræf.

Hlýn­un­in veld­ur meiri hlýn­un

Á meðal þess­ara hvarfpunkta er vöxt­ur gróðurs á freðmýr­um þar sem dökk­ur gróður sem dreg­ur í sig meiri hita kem­ur í stað snjós sem end­ur­varp­ar sól­ar­ljósi, meiri los­un met­ans frá freðmýr­um við hlýn­un­ina og hrun fiski­stofa í Norður-Íshaf­inu svo eitt­hvað sé nefnt. Hlýn­un í haf­inu gæti jafn­vel haft áhrif í Asíu þar sem hringrás mons­únrign­inga gæti rask­ast.

Vís­inda­menn hafa jafn­framt varað við því að breyt­ing­arn­ar sem eru að verða á norður­skaut­inu valdi svo­nefndri já­kvæðri svör­un (e. positi­ve feed­back loop) þar sem af­leiðing­ar hlýn­un­ar valda enn meiri hlýn­un. Dæmi um þetta er haf­ís­inn sem veld­ur kóln­un lofts­lags með því að end­ur­varpa geisl­um sól­ar­inn­ar aft­ur út í geim. Þegar hann dregst sam­an verður eft­ir svæði dökks hafs sem drekk­ur í sig meiri hita sem aft­ur veld­ur meiri bráðnun haf­íss­ins.

Frétt Mbl.is: Rista jarðrann­sókna­áætl­un NASA á hol

„Þetta eru mjög al­var­leg vanda­mál, mjög al­var­leg­ar breyt­ing­ar sem eru að eiga sér stað en menn hafa enn lít­inn skiln­ing á þeim. Við þurf­um frek­ari rann­sókn­ir til að skilja þær,“ seg­ir Marcus Car­son frá Um­hverf­is­stofn­un­inni í Stokk­hólmi og einn aðal­höf­unda skýrsl­unn­ar.

Þess vegna var­ar hann við því að banda­rísk stjórn­völd skeri niður lofts­lags­rann­sókn­ir Banda­rísku geim­vís­inda­stofn­un­ar­inn­ar NASA eins og ráðgjaf­ar Don­alds Trump, verðandi for­seta, hafa látið í veðri vaka.

„Það væri eins og að rífa stjórn­tæki flug­vél­ar úr stjórn­klef­an­um í miðju flugi,“ seg­ir Car­son við The Guar­di­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina