Sex þúsund kennarar aftur til starfa

Frá kröfugöngu tyrkneskra kennara í borginni Ankara í október. Þar …
Frá kröfugöngu tyrkneskra kennara í borginni Ankara í október. Þar mótmæltu þeir menntastefnu yfirvalda. AFP

Tyrknesk yfirvöld hafa veitt yfir sex þúsund kennurum leyfi til að hefja störf í landinu á nýjan leik. Þeir voru sakaðir um tengsl við hryðjuverkastarfsemi eftir misheppnað valdarán í júlí.

„6.007 starfsmenn sem voru látnir víkja vegna tengsla við hryðjuverkasamtök hafa snúið aftur til starfa,“ sagði í yfirlýsinu tyrkneska menntamálaráðuneytisins á Twitter.

Tugum þúsunda kennara var sagt upp eða þeir leystir tímabundið frá störfum vegna tengsla við hersveitir Kúrda og skipuleggjendur valdaránsins 15. júlí þegar reynt var að steypa forsetanum Recep Tayyip Erdogan af stóli.  

mbl.is