Verið var að birta fyrstu tölur í prófkjöri Lýðveldisflokksins franska og samkvæmt þeim virðist fátt koma í veg fyrir að Francois Fillon verði forsetaefni flokksins í kosningunum næsta vor.
Skerfur Fillons í atkvæðunum var 69,5% þegar atkvæði höfðu verið talin á um 2121 kjörstað af rúmlega 10 þúsund.
Mótframbjóðandi Fillon, Alain Juppé borgarstjóri í Bordeaux hafði aftur á móti aðeins fengið 30,5% atkvæða.