Skammtímamarkmið innan seilingar, vafi til lengri tíma

Losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum í Evrópu fer vaxandi.
Losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum í Evrópu fer vaxandi. AFP

Aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins eru á góðri leið með að ná mark­miðum sín­um um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda og auka hlut end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa fyr­ir árið 2020 sam­kvæmt skýrslu evr­ópsku um­hverf­is­stofn­un­ar­inn­ar. Stofn­un­in hef­ur hins veg­ar áhyggj­ur af lengri tíma mark­miðum og los­un frá sam­göng­um.

ESB setti sér það mark­mið að fimmt­ung­ur af heild­ar­orku­notk­un ríkj­anna kæmi frá end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um fyr­ir árið 2020. Sam­kvæmt bráðabrigðaniður­stöðum um­hverf­is­stofn­un­ar­inn­ar náði hlut­fallið 16,4% í fyrra en það var 16% árið áður.

Þá sýna gögn­in að ESB er vel á veg komið með að draga úr orku­notk­un um 13% miðað við árið 2005. Í fyrra hafði hún dreg­ist sam­an um 11% borið sam­an við viðmiðun­ar­árið.

„Mark­mið ESB fyr­ir 2020 um end­ur­nýj­an­lega orku og sam­drátt í los­un gróður­húsaloft­teg­unda er vel inn­an seil­ing­ar,“ seg­ir Hans Bruyn­inckx í yf­ir­lýs­ingu sem fylgdi skýrsl­unni sem kom út í dag.

Los­un frá sam­göng­um fer vax­andi

Þróun á öðrum sviðum eins og sam­göng­um veld­ur stofn­un­inni hins veg­ar áhyggj­um. Hlut­ur end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa í sam­göng­um sé enn ófull­nægj­andi og los­un gróður­húsaloft­teg­unda fari vax­andi.

Mark­mið ESB-ríkja sam­kvæmt Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu er að draga úr los­un á gróður­húsaloft­teg­und­um um 40% fyr­ir árið 2030 miðað við árið 1990 og fram­leiða 27% af orku sinni með end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um. Von­ir þeirra standa til að hægt verði að draga úr los­un um 80% fyr­ir árið 2050.

Um­hverf­is­stofn­un­in seg­ir að til þess að þessi mark­mið eigi að nást þurfi aukn­ar aðgerðir því breyt­ing­ar á reglu­verki hafi áhrif á til­trú fjár­festa á end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um og markaðsleg­ar hindr­an­ir séu enn í veg­in­um.

Þá tel­ur hún að samþykkja þurfi frek­ari regl­ur um orku­sparnað og ná fram veru­legri breyt­ingu á hegðun neyt­enda svo hægt verði að ná mark­miðum um ork­u­nýtni.

Evr­ópu­sam­bandið kynnti í dag nýj­ar áætlan­ir um hreina orku sem eiga að auka hlut end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa, draga úr sóun og niður­greiðslum á kola­orku til að ná mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins.

mbl.is