Fleiri kærur á hendur æðstu embættismönnum

Kærum rignir yfir Seðlabanka Íslands.
Kærum rignir yfir Seðlabanka Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tveir ein­stak­ling­ar sem ákærðir voru í hinu svo­kallaða Aserta­máli hafa lagt fram kæru á hend­ur æðstu emb­ætt­is­mönn­um Seðlabank­ans fyr­ir rang­ar sak­argift­ir. Það munu vera þeir Gísli Reyn­is­son og Markús Máni Mika­els­son Maute. Þetta kem­ur fram í bók Björns Jóns Braga­son­ar sem ber heitið Gjald­eyris­eft­ir­litið – Vald án eft­ir­lits? sem kem­ur út hjá Al­menna bóka­fé­lag­inu nú í vik­unni. Þar seg­ir að í októ­ber síðastliðnum hafi lög­menn­irn­ir Reim­ar Pét­urs­son og Eva Hall­dórs­dótt­ir lagt fram kæru á hend­ur æðstu emb­ætt­is­mönn­um Seðlabank­ans fyr­ir hönd tví­menn­ing­anna og sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins er þar einkum vísað til Más Guðmunds­son­ar, seðlabanka­stjóra, Sig­ríðar Loga­dótt­ur, aðallög­fræðings bank­ans, og Ingi­bjarg­ar Guðbjarts­dótt­ur, for­stöðumanns gjald­eyris­eft­ir­lits sömu stofn­un­ar.

Björn Jón Bragason gefur út bók hjá Almenna bókafélaginu
Björn Jón Braga­son gef­ur út bók hjá Al­menna bóka­fé­lag­inu

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins er í kær­unni einkum kallað eft­ir rann­sókn á fram­göngu Más Guðmunds­son­ar seðlabanka­stjóra, Sig­ríðar Loga­dótt­ur, aðallög­fræðings bank­ans, og Ingi­bjarg­ar Guðbjarts­dótt­ur, for­stöðumanns gjald­eyris­eft­ir­lits stofn­un­ar­inn­ar.

Kær­urn­ar eru ekki hinar fyrstu af þessu tagi því í síðasta mánuði kærði Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, þau Arn­ór Sig­hvats­son aðstoðarseðlabanka­stjóra og Ingi­björgu Guðbjarts­dótt­ur fyr­ir rang­ar sak­argift­ir. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir, að fleiri ein­stak­ling­ar sem sætt hafa rann­sókn og kær­um af hálfu Seðlabank­ans séu að kanna rétt­ar­stöðu sína.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: