Angelina Jolie og Brad Pitt hafa komist að tímabundnu samkomulagi hvað varðar forræði yfir börnum þeirra sex.
Greint hefur verið frá því að börnin verði áfram í forsjá Jolie, en Pitt muni fá að hitta þau undir eftirliti sérfræðinga. E! News greindi frá þessu, og vitnar í dómsskjöl.
Ennfremur er greint frá því að leikarinn þurfi vikulega að hitta sálfræðing. Þá mun hann einnig þurfa að fara í áfengis- og fíkniefnapróf reglulega. Börnin eru einnig sögð munu þurfa að sækja sálfræðimeðferð.
Jolie sótti um skilnað frá Pitt í september, en í kjölfarið hófst rannsókn á Pitt sem sakaður var um að hafa veist að syni sínum um borð í einkaþotu þeirra hjóna. Rannsókn málsins er lokið og var Pitt hreinsaður af öllum grun.
Frétt mbl.is: Brad Pitt hreinsaður af öllum grun