„Laun okkar miðast við kvikindin sem við veiðum“

„Við sjómenn erum einfaldlega þannig settir að við erum á …
„Við sjómenn erum einfaldlega þannig settir að við erum á hlutaskiptum og launin okkar miðast við það verð sem fæst fyrir kvikindin sem við veiðum. Þannig er það nú bara og hefur alltaf verið,“ segir formaður Sjómannasambandsins. mbl.is/Þröstur Njálsson

Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, seg­ir tví­skinn­ung ein­kenna mál­flutn­ing Sam­taka fisk­fram­leiðenda og út­flytj­enda og hvet­ur sjó­menn lands­ins til að samþykkja nýj­an kjara­samn­ing.

Sam­tök fisk­fram­leiðenda og út­flytj­enda (SFÚ) hafa gagn­rýnt það sem þeir kalla 20% rík­is­styrk til út­gerða á kostnað sjó­manna und­an­farið.

Sjá frétt: „Sér­hags­mun­ir stór­út­gerða best tryggðir með sov­ésku kerfi“

Formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands (SSÍ) seg­ir mál­flutn­ing sam­tak­anna að þessu leyti vill­andi og fela í sér tví­skinn­ung. Ekki sé langt síðan SFÚ ályktaði um þessi mál og þá hafi kveðið við önd­verðan tón, auk þess sem málið sé langt í frá eins ein­falt og SFÚ-liðar vilji vera láta.

Markaðsverð ekki endi­lega rétt­asta verðið

„Það er álykt­un á heimasíðu SFÚ frá aðal­fundi sam­tak­anna árið 2014. Þar segja þeir mik­il­vægt að skipta­verð Verðlags­stofu gildi um upp­gjör fyr­ir sjó­menn, hvort sem um er að ræða bein viðskipti eða sölu á markaði,“ seg­ir Val­mund­ur Val­munds­son, formaður SSÍ.

Val­mund­ur seg­ist standa í þeirri trú að fyr­ir­svars­menn SFÚ skilji hrein­lega ekki að nú séu sjó­menn að semja á þá leið að 80% af markaðsverði gildi um verð á slægðum þorski og engu öðru. Núna eru und­ir 8% af slægðum þorski á markaði. Þar fyr­ir utan er ekki hægt að segja að markaðsverðið sé endi­lega rétt. Það er bara ekki hægt að halda slíku fram,“ seg­ir Val­mund­ur.

„Menn eiga ekki að haga sér svona“

Hann seg­ir að ef kjara­samn­ing­ur sjó­manna verði samþykkt­ur verði farið í að markaðstengja óslægða þorskinn, sem dæmi. Verð á hon­um komi til með að liggja nær 90% af markaðsverði, sök­um þess að meira sé af hon­um á markaði. Hið sama sama gildi um ýsu­verð, enda sé mun meira af ýsu á markaði en þorsk­in­um.

„Þannig að ég held að þeir hafi bara ekki kynnt sér mál­in nægi­lega vel. En það ligg­ur al­veg fyr­ir að menn segja eitt í dag og annað á morg­un – og vilja svo láta taka mark á sér. Ég bara skil þetta ekki al­veg,“ seg­ir Val­mund­ur.

Þessu til viðbót­ar sé tíma­setn­ing þess­ar­ar fram­setn­ing­ar SFÚ merki­leg fyr­ir þær sak­ir að nú séu viðkvæm­ir tím­ar í grein­inni, þar sem kosn­ing stend­ur yfir vegna ný­gerðra kjara­samn­inga sjó­manna við út­gerðir. „Þeir eru nán­ast að hafa af­skipti af at­kvæðagreiðslunni okk­ar. Menn eiga ekki að haga sér svona. Það er bara þannig,“ bæt­ir Val­mund­ur við.

Klof­in afstaða en góð kjör­sókn

Hann seg­ir ekki auðsótt að setja fing­ur­inn á það hvernig landið liggi meðal sjó­manna lands­ins í af­stöðu sinni til þess kjara­samn­ings sem nú ligg­ur und­ir at­kvæðagreiðslu hjá sjó­mönn­um.

„Maður eig­in­lega veit það ekki. Það heyr­ist gjarn­an mest í þeim sem hafa hæst, og það eru jafn­an þeir sem eru óánægðir, en við heyr­um líka í hinum. Nú er kom­in 40% þátt­taka meðal fé­laga inn­an SSÍ, en ég hef ekki heyrt af því hvernig það stend­ur hjá öðrum fé­lög­um. Þetta er því ágæt­isþátt­taka þar sem það er rúm vika eft­ir af at­kvæðagreiðslunni,“ seg­ir Val­mund­ur.

Valmundur Valmundsson segir tímabært að einfalda samningsmál sjómanna því tímarnir …
Val­mund­ur Val­munds­son seg­ir tíma­bært að ein­falda samn­ings­mál sjó­manna því tím­arn­ir hafi breyst og út­gerðar­hætt­ir með. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son

„Sí­fellt  verið að prjóna við gaml­an samn­ing sem eng­inn skil­ur“

Val­mund­ur tel­ur að menn séu farn­ir að fá betri skiln­ing á því sem for­ystu­menn SSÍ hafi verið að reyna að koma til leiðar með nýj­um samn­ing­um eft­ir að rykið fór að setj­ast.

 „Við erum að gera stutt­an samn­ing með þeim mál­um sem eru und­ir núna. Samn­ing­ur­inn er stutt­ur, til tveggja ára, og vinn­an á því tíma­bili á að ganga að mestu leyti út á að reyna að ná utan um mönn­un­ar­mál­in með ákveðnum könn­un­um. Þar að auki ætl­um við að reyna að ein­falda þenn­an samn­ing, því hann er í grunn­inn orðinn ára­tuga gam­all,“ seg­ir Val­mund­ur.

„Útgerðar­hætt­ir á Íslandi hafa breyst al­veg svaka­lega mikið á stutt­um tíma og við verðum að fara að fylgja sam­tím­an­um. Það geng­ur ekki að vera með æva­gaml­an samn­ing sem sí­fellt er verið að prjóna við og eng­inn skil­ur orðið leng­ur,“ seg­ir hann.

Val­mund­ur seg­ir eðli­legt að það brenni á mönn­um þegar laun þeirra lækki, en það sé fyrst og fremst vegna geng­is­ins og lækk­andi afurðaverðs. „Við sjó­menn erum ein­fald­lega þannig sett­ir að við erum á hluta­skipt­um og laun­in okk­ar miðast við það verð sem fæst fyr­ir kvik­ind­in sem við veiðum. Þannig er það nú bara og hef­ur alltaf verið,“ seg­ir Val­mund­ur.

„Feng­um flott mál í gegn“

Hann seg­ist hvetja sjó­menn til að samþykkja samn­ing­inn: „Við telj­um þetta vera góðan samn­ing. Hann er til skamms tíma, eða tveggja ára, og þessi mál sem við náðum í gegn eru flott. Menn hafa verið að benda á að þeim finn­ist ný­smíðaálagið fara seint af en hjálpi mér all­ar vætt­ir – ef ein­hver hefði spurt mig hvort við gæt­um náð þessu af fyr­ir ári síðan þá hefði ég talið þann mann óðan. Okk­ur var ein­fald­lega sagt þá að við fengj­um þetta aldrei af. En þetta hafðist í gegn. Það sem við feng­um þó samþykkt með þess­um samn­ing­um er mik­ils virði fyr­ir sjó­menn, og það án þess að út­gerðar­menn fengju nán­ast nokkra af sín­um kröf­um samþykkt­ar,“ seg­ir formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands að end­ingu.

mbl.is