Hafísbreiður jarðar í lágmarki

Á bæði suður- og norðurskautinu er útbreiðsla hafíss í sögulegu …
Á bæði suður- og norðurskautinu er útbreiðsla hafíss í sögulegu lágmarki. AFP

Nóv­em­ber­mánuður var ekki bara óvenju­leg­ur á norður­skaut­inu þar sem hita­stig var langt yfir meðaltali og haf­ís­inn í sögu­legu lág­marki. Vís­inda­menn hafa nú staðfest að á sama tíma hafi haf­ís­inn á suður­skaut­inu slegið fyrri met um lág­marks­út­breiðslu. Á heimsvísu er haf­ísþekj­an ein­stak­lega lít­il.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu Snjó- og ís­gagnamiðstöðvar­inn­ar í Boulder í Col­orado náði meðal­út­breiðsla haf­íss­ins á norður­skaut­inu sögu­legu lág­marki í nóv­em­ber. Frá því í októ­ber hafi út­breiðsla íss­ins þar verið meira en tveim­ur staðal­frávik­um lægri en lang­tímameðaltal. Ísinn er enn­frem­ur óvana­lega þunn­ur.

Frétt Mbl.is: Hita­bylgja á norður­skaut­inu

Á suður­skaut­inu, þar sem sum­arið er að hefjast, skrapp haf­ís­breiðan hratt sam­an í nóv­em­ber. Útbreiðslan var þar sömu­leiðis um tveim­ur staðafrávik­um frá meðaltali all­an mánuðinn. Hrunið í ísn­um er sér­stak­lega áber­andi á suður­skaut­inu því þar hef­ur út­breiðsla haf­íss­ins verið að aukast nokkuð síðustu árin.

Ástæðan fyr­ir því að haf­ís­inn á norðlæg­um slóðum á und­ir högg að sækja er blanda af óvenju­lega hlýju lofti, vind­um úr suðri og hlýj­um sjó sem hafa verið ríkj­andi þar í byrj­un vetr­ar. Það olli því ekki aðeins að ís­inn óx ekki held­ur skrapp hann raun­ar sam­an á tíma­bili sem er nær for­dæma­laust í nóv­em­ber sam­kvæmt miðstöðinni.

Á suður­skaut­inu var ástæðan einnig óvenju­hlýtt loft sem lék um svæðið en einnig virðist vindafar hafa breyst þar sem olli því að lít­ill haf­ís var á sum­um svæðum.

„Suður­skautið er áhuga­vert vegna þess að [ís­inn] hef­ur staðið hátt und­an­far­in ár. Kannski er þetta merki um að þró­un­in hafi snú­ist upp í hnign­un en það er alltof snemmt að full­yrða um það,“ seg­ir Walt Meier, haf­íss­sér­fræðing­ur hjá NASA við Washingt­on Post.

Meier vill hins veg­ar ekki draga of mikl­ar álykt­an­ir af því að met sé sleg­in á báðum heim­skaut­um á sama tíma. Um­hverfi þeirra séu svo ólík og þar að auki gangi þau í gegn­um mis­mun­andi árstíðir. Met­in séu engu að síður slá­andi.

Um­fjöll­un Washingt­on Post

mbl.is