Ekki að reyna að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu

Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda þvertaka fyrir að vera að reyna …
Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda þvertaka fyrir að vera að reyna að hafa áhrif á kjarasamningsmál sjómanna. Eðlilegt sé að spyrja spurninga um innihald þeirra. mbl.is/Albert Kemp

Sam­tök fisk­fram­leiðenda og út­flytj­enda (SFÚ) segja spurn­ing­ar sín­ar um inni­hald kjara­samn­inga sjó­manna eðli­leg­ar og ít­reka þá kröfu sína að markaðsverð verði notað í öll­um fiskviðskipt­um.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá SFÚ vegna um­mæla Val­mund­ar Val­munds­son­ar, for­manns Sjó­manna­sam­bands Íslands í þess­ari frétt 200m mílna.

Sam­tök­in segja inni­hald ný­gerðra kjara­samn­inga sjó­manna festa tvö­falda verðmynd­un í sjáv­ar­út­vegi í sessi, þar sem í samn­ing­un­um sé skýrt kveðið á um að hluti sjó­manna fái greitt 100% skipta­verð út frá verði á fisk­mörkuðum en hluti ein­ung­is 80% af fisk­markaðsverði.

Ekki að reyna að hafa áhrif á fram­vind­una

SFÚ vís­ar því al­farið á bug að sam­tök­in séu með ein­um eða öðrum hætti að reyna að hafa áhrif á fram­vindu at­kvæðagreiðslu sjó­manna um þann kjara­samn­ing stétt­ar­inn­ar sem nú ligg­ur und­ir at­kvæðagreiðslu.

Tveggja ára göm­ul til­laga SFÚ um að verðlags­stofu­verð skyldi gilda um upp­gjör við alla sjó­menn hafi ein­ung­is verið hugsuð sem sátta­til­laga og ein leið til að jafna þann sam­keppn­ismis­mun sem rík­ir í grein­inni milli út­gerðar­vinnsla ann­ars veg­ar og sjálf­stæðra út­gerða og fram­leiðenda hins veg­ar.

Þetta ætti for­manni Sjó­manna­sam­bands Íslands að vera kunn­ugt um, þrátt fyr­ir það sem eft­ir hon­um var haft í téðu viðtali.

Skor­tástand á fisk­mörkuðum á ábyrgð stór­út­gerða

SFÚ seg­ir erfitt að henda reiður á því hvað formaður­inn eigi við með því að markaðsverð sé ekki endi­lega rétt verð. Sé Val­mund­ur að vísa til þess að lítið hrá­efni ber­ist á ís­lensk­an fisk­markað sök­um þess að stór­út­gerðir stýri nær eng­um afla þar inn, geti sam­tök­in þó tekið und­ir það. Það sé enda þeirra mat að skor­tástand sé við lýði á ís­lensk­um fisk­mörkuðum og sé það ástand al­farið á ábyrgð stór­út­gerðanna, sem selji lít­inn sem eng­an afla á markaði.

Í til­kynn­ingu sam­tak­anna kem­ur enn frem­ur fram að það veki furðu þeirra að þeir sem fari með kjara­mál sjó­manna skuli semja við viðsemj­end­ur sína um mis­mun­andi kjör sinna fé­lags­manna með þeim hætti að hluti þeirra fái upp­gjör miðað við fullt markaðsverð en af­gang­ur­inn miðað við 80% af sama verði.

mbl.is