„Þau svöruðu aldrei“

Jón Ásgeir Jó­hann­es­son átti Iceland Foods keðjuna í nokkur ár.
Jón Ásgeir Jó­hann­es­son átti Iceland Foods keðjuna í nokkur ár. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi eigandi bresku matvöruverslunarkeðjunnar Iceland Foods reyndi að ná samkomulagi við íslensk stjórnvöld um vörumerkið Iceland árið 2006 en fékk aldrei svör. Þetta kom fram í frétt The Everning Standard í gær.

„Við buðum íslenskum stjórnvöldum mjög sanngjarnan samning árið 2006 þegar við vorum eigendurnir. Þau svöruðu aldrei,“ er haft eftir Jóni Ásgeiri.

Í síðasta mánuði greindi ut­an­rík­is­ráðuneytið frá því að gripið hafi verið til laga­legra aðgerða gegn keðjunni og sagði í til­kynn­ingu að fyr­ir­tækið hefði um ára­bil beitt sér gegn því að ís­lensk fyr­ir­tæki gætu auðkennt sig með upp­runa­landi sínu við markaðssetn­ingu á vör­um sín­um og þjón­ustu í Evr­ópu. 

Stjórnendur Iceland Foods sendu samninganefnd til Reykjavíkur í síðustu viku til þess að hitta Lilju D. Alfreðsdóttur, utanríkisráðherra. Að sögn stofnanda Iceland Foods er „enginn áhugi“ hjá íslsenskum stjórnvöldum fyrir  því að komast að samkomulagi í málinu. Í skriflegu svari Lilju við fyrirspurn mbl.is frá því í gær kemur fram að ís­lensk stjórn­völd ekki sjá fyr­ir sér nein­ar samn­ingaviðræður við breska fyr­ir­tækið, nema það ljái máls á því að af­sala sér einka­rétt­in­um með form­leg­um hætti.

„Ég held að það sé auðvelt að finna lausn,“ er haft eftir Jóni Ásgeiri. „Rétta fólkið þarf að setjast niður til þess að það gerist.“

mbl.is