Þrír karlmenn voru á þriðjudagskvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að þeir hafi svipt konu frelsi og nauðgað henni. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
Konan sem varð fyrir árásinni hafði leitað til lögreglu daginn áður og tilkynnt nauðgun. Farið var með hana í kjölfarið á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum. Mennirnir þrír voru handteknir síðar um daginn.