Misjafnt hljóð í mönnum

Löndun úr Guðmundi í Nesi. Myndin er úr safni.
Löndun úr Guðmundi í Nesi. Myndin er úr safni. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Verk­fall sjó­manna skall á kl. 20 í kvöld. Voru veiðafæri þá hífð úr sjó og haldið í land. Óvíst er um fram­haldið en menn gera ráð fyr­ir að rík­is­sátta­semj­ari boði til fund­ar fyrr en síðar.

Guðmund­ur í Nesi RE 13, frysti­tog­ari í eigu út­gerðarfé­lags­ins Brims, er lagður af stað heim á leið. Þorgrím­ur Jóel Þórðar­son, ann­ar skip­stjóra Guðmund­ar, seg­ir út­litið ekki bjart.

„Ég er ekki að fara í verk­fall en það eru all­ir und­ir­menn að fara í verk­fall og þá þarf að fara í land,“ seg­ir hann. Áhöfn frysti­tog­ar­ans tel­ur 20 en þar af eru 14 komn­ir í verk­fall.

En hvernig er hljóðið í mönn­um?

„Það er eitt­hvað mis­jafnt en hvað okk­ur varðar á frysti­tog­ur­un­um er þetta frek­ar slæmt. Það er frek­ar þessi línu­floti sem er óánægður. Okk­ar verð stýrist af geng­inu og við ger­um ekk­ert í því með verk­falli,“ seg­ir Þorgrím­ur.

Ef ekki hefði komið til verk­falls hefði Guðmund­ur í Nesi haldið til hafn­ar 22. des­em­ber næst­kom­andi og veiðitapið eft­ir því, að sögn skip­stjór­ans.

Þá stóð til að tog­ar­inn héldu aft­ur til veiða 2. janú­ar en Þorgrím­ur seg­ir menn ekk­ert allt of bjart­sýna á að lausn sé í sjón­máli.

„Nei, það heyr­ist mér ekki,“ seg­ir hann. „Ég held að það sé ekki bjart yfir því að það verði samið. En auðvitað von­ar maður það.“

mbl.is