Ótímabundið verkfall sjómanna staðreynd

Sjómenn hefja ótímabundið verkfall sitt í kvöld kl. 20.
Sjómenn hefja ótímabundið verkfall sitt í kvöld kl. 20. mbl.is/Hlynur Ágústsson

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi segja niður­stöðu at­kvæðagreiðslu sjó­manna mik­il von­brigði fyr­ir alla hlutaðeig­andi.

Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu um málið erfitt að henda reiður á það hvað hafi orðið til þess að sjó­menn felldu samn­ing­ana. Mikið hafi verið komið til móts við kröf­ur þeirra og mik­il vinna lögð í samn­ing­ana.

Frétta­til­kynn­ing SFS hljóðar svo:

„Kjara­samn­ing­ar, sem und­ir­ritaðir voru í nóv­em­ber, á milli Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) og Sjó­manna­sam­bands Íslands (SSÍ), Verka­lýðsfé­lags Vest­fjarða (VV), Sjó­manna­fé­lags Íslands (SÍ) og Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur (SVG) voru í dag felld­ir í at­kvæðagreiðslu.

Niðurstaða at­kvæðagreiðslu vegna kjara­samn­inga á milli SFS og Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna (VM) mun liggja fyr­ir næst­kom­andi föstu­dag, hinn 16. des­em­ber.

Kjara­samn­ing­ar SFS við stétt­ar­fé­lög­in voru und­ir­ritaðir hver um sig dag­ana 11. til 15. nóv­em­ber sl. og verk­falli stétt­ar­fé­laga sjó­manna var frestað í kjöl­farið. Ra­f­rænni at­kvæðagreiðsla um þessa kjara­samn­inga lauk kl. 12:00 í dag, hinn 14. des­em­ber. Niðurstaða at­kvæðagreiðslunn­ar er sú sem áður er greint frá. Sök­um þessa hefst ótíma­bundið verk­fall stétt­ar­fé­lag­anna á ný í kvöld kl. 20:00.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir segir ósætti sem ekki sé hönd á …
Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir seg­ir ósætti sem ekki sé hönd á fest­andi illlækn­an­legt og harm­ar niður­stöðu kosn­ing­ar­inn­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Sam­kvæmt Heiðrúnu Lind Marteins­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra SFS veld­ur niðurstaðan von­brigðum: „Mik­il vinna var lögð í samn­ing­ana og miðað við gerðar kröf­ur sjó­manna tel­ur SFS að komið hafi verið veru­lega til móts við þær. Er því óljóst á hvaða for­send­um sjó­menn kjósa að fella gerða samn­inga. Ósætti, sem ekki er hönd á fest­andi, er erfitt að lækna. Við tek­ur hins veg­ar ótíma­bundið verk­fall, með ófyr­ir­séðu fjár­hags­legu tjóni fyr­ir út­gerðir, sjó­menn og sam­fé­lagið allt. Það hljóta að vera von­brigði fyr­ir alla hlutaðeig­andi.““

mbl.is