Sjómenn felldu samninginn

Sjómenn landsins sætta sig ekki við nýgerðan kjarasamning.
Sjómenn landsins sætta sig ekki við nýgerðan kjarasamning. mbl.is/Hlynur Ágústsson

Taln­ingu at­kvæða um nýj­an kjara­samn­ing sjó­manna við út­gerðir lauk nú á há­degi og niðurstaðan varð sú að sjó­menn hefja verk­fall kl. 20 í kvöld. 

Hjá Sjó­manna­sam­bandi Íslands voru 177 sem samþykktu, 4 skiluðu auðu og nei sögðu 562 manns. Samn­ing­ur­inn var því felld­ur með 76% greiddra at­kvæða.

Sam­kvæmt því sem fram kem­ur á Face­book-síðu Sjó­manna­sam­bands Íslands hefst því verk­fall í kvöld kl. 20 og skal þá öll­um veiðum hætt hjá fé­lags­mönn­um sam­bands­ins.

Hjá Sjó­manna­fé­lagi Íslands var niðurstaðan enn meira af­ger­andi, en þar var samn­ing­ur­inn felld­ur með 86% greiddra at­kvæða.

Verka­lýðsfé­lag Vest­fjarða felldi samn­ing­inn með 89% greiddra at­kvæða og Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lag Grinda­vík­ur felldi með 90% greiddra at­kvæða fé­lags­manna.

Niðurstaðan er því sú að mik­ill meiri­hluti sjó­manna allra aðild­ar­fé­laga felldi samn­ing­inn og hefst því ótíma­bundið verk­fall sjó­manna í kvöld kl. 20.

Upp­fært kl. 14:22:

Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, seg­ist reikna með að Rík­is­sátta­semj­ari kalli aðila til fund­ar fljót­lega.

„En nú mun flot­inn sigla í land í kvöld. Ný­kjör­in sam­bands­stjórn, sem er samn­inga­nefnd Sjó­manna­sam­bands­ins, mun koma sam­an inn­an skamms og taka ákvörðun um fram­haldið," sagði Val­mund­ur í sam­tali við mbl.is.

mbl.is