Einhugurinn alger og baklandið sterkt

Formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segir sjómenn reiða vegna launaþróunar …
Formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segir sjómenn reiða vegna launaþróunar og stighækkandi frádráttarliða af launum þeirra. mbl.is/Hlynur Ágústsson

Ótíma­bundið verk­fall sjó­manna hófst í gær eft­ir að niður­stöður kosn­ing­ar um nýj­an kjara­samn­ing sjó­manna lágu fyr­ir. Formaður Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur seg­ir ein­hug ríkja meðal sjó­manna enda hafi yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti hafnað nýja samn­ingn­um.

„Niður­stöðurn­ar eru af­ger­andi,“ seg­ir Ein­ar Hann­es Harðar­son, formaður Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur, í sam­tali við mbl.is. „Það voru yfir 90% okk­ar fé­lags­manna sem sögðu nei, svo ein­hug­ur­inn er al­ger og baklandið sterkt,“  bæt­ir hann við.

Laun sjó­manna lækkuð mánaðarlega

Ein­ar seg­ir helstu kröf­ur sjó­manna snú­ast um þá staðreynd að frá­drátt­arliðir af laun­um sjó­manna hafi farið stig­hækk­andi og menn séu mjög ósátt­ir við það. „Við erum með mikið af línu­báta­sjó­mönn­um sem hafa lækkað mikið í laun­um og úr­sk­urðar­nefnd­in lækk­ar laun sjó­manna mánaðarlega svo sjó­menn eru mjög reiðir yfir því,“ seg­ir hann.

Að mati Ein­ars er fyrsta mál á dag­skrá að taka ein­hvers kon­ar sam­tal við út­gerðar­menn, að því gefnu að út­gerðar­menn vilji tala við þá. Sjó­menn vinni enda fyr­ir þá og því sé það þeirra að ná ein­hverju sam­an í þess­um efn­um.

„Það hlýt­ur að koma fljót­lega. Við verðum bara að vera bjart­sýn­ir. Þetta snýst um sam­fé­lags­lega ábyrgð og við verðum að sinna henni,“ seg­ir Ein­ar.

„Næst er það jóla­frí“

Næst á dag­skrá seg­ir hann hins veg­ar vera jóla­frí. „Það er nú ein af kröf­un­um okk­ar; að sigla flot­an­um fyrr í land fyr­ir jól­in. Við erum bún­ir að fá þá kröfu í gegn – í þetta skiptið alla vega,“ seg­ir hann.

Ein­ar seg­ir verk fyr­ir hönd­um og nú vindi menn sér í að gera það sem þeir geti til að ná sam­an. „En bolt­inn ligg­ur að svo stöddu hjá út­gerðarmönn­um,“ seg­ir Ein­ar Hann­es Harðar­son að lok­um.

mbl.is