Samþykkt var á Alþingi í dag þingsályktunartillaga um breytingar á þingsályktun um rannsókn á þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA í kaupum á 45,8% eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. sem áttu sér stað árið 2003.
Frétt mbl.is: Tregða vitna tefur rannsóknina
Þingsályktunin um rannsóknina var samþykkt í byrjun júní á þessu ári en þar var gert ráð fyrir að rannsókninni yrði lokið fyrir lok þessa árs. Breytingin gerir hins vegar ráð fyrir að í stað þeirra tímamarka skuli rannsókninni lokið „svo fljótt sem verða má.“
Þingsályktunartillagan var samþykkt með 47 atkvæðum en 16 þingmenn voru fjarstaddir.